Svandís bjartsýn afléttingu takmarkana samhliða auknum bólusetningum Heimir Már Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:21 Heilbrigðisráðherra segir unnið að því að útfæra bólusetningardagatalið þannig að fólk á öllum aldri geti séð nokkurn veginn hvenær það megi reikna með að fá bólusetningu við covid 19. Í dag var birt áætlun um afléttingu sóttvarnaaðgerða samhliða fjölgun fólks sem verið hefur bólusett. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir fyrsta áfangann af fjórum við afléttingu samkomutakmarkana hafa verið um miðjan þennan mánuð. Þá var búið var að bólusetja tuttugu og fimm prósent þjóðarinnar með að minnsta kosti fyrri sprautunni. heilbrigðisráðuneytið Heilbrigðisráðherra vonar að þegar búið verði að bólusetja 35 prósent með fyrri sprautunni í byrjun maí verði hægt að fara með fjöldatakmarkanir í tuttugu til tvö hundruð eftir atvikum. Svandís Svavarsdóttir reiknar með að öllum helstu sóttvarnatakmörkunum verði aflétt fyrir lok júní mánaðar.Vísir/Vilhelm „Í lok maí þegar við erum komin með fimmtíu prósent geti talan orðið tvö hundruð til þúsund. Þegar við erum svo í lok júní komin með sjötíu og fimm prósent sem hafa þá fengið fyrri sprautu getum við aflétt öllum sóttvarnaráðstöfunum innanlands. Það er að segja þessum takmörkunum sem við þekkjum best,“ segir Svandís. Þetta sé áætlun til viðmiðunar en allar tillögur um tilslakanir muni eins og hingað til byggja á tillögum sóttvarnalæknis til hennar. Núgildandi takmarkanir gilda til 6. maí og Þórólfur Guðnason mun því væntanlega koma með nýjar tillögur fyrir þann tíma. Þórólfur Guðnason segir bjartsýni einkenna afléttinigaráform stjórnvalda. Hans hlutverki sé og verði að leggja fram tillögur sem taki mið af faraldrinnum.Vísir/Vilhelm „Ég fagna því að stjórnvöld séu með sínar áætlanir. Það er bara gott. Mitt hlutverk er hins vegar að leggja mat á faraldurinn á hverjum tíma. Mér finnst vera bjartsýni í þessu. En ég sé ekkert að því að vera bjartsýnn,“ segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra segir einnig unnið að uppfærslu á bólusetningadagatalinu þannig að allir aldurshópar ættu að geta séð hvenær þeir megi búast við að fá boðun í bólusetningu. En í dag sýnir dagatalið bara sextíu ára og eldri og ýmsa hópa. „Það væri betra ef við gætum sagt með tiltölulega nákvæmum hætti í hvaða viku fólk gæti átt von á því að vera kallað í bólusetningu.“ Einhver slík uppfærsla kannski á leiðinni? „Já við ætlum að skoða það,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29 Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til. 27. apríl 2021 12:29
Greinilegt að fólk sé ekki að fara í sýnatöku þrátt fyrir einkenni Allir þrír sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hópsmitinu í Þorlákshöfn. Sóttvarnarlæknir brýnir fyrir fólki að fara í sýnatöku við minnstu einkenni. Það sé greinilegt að sumir séu ekki að bregðast við því. 27. apríl 2021 12:22