Geta ekki annað en treyst fólki Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 19:08 Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill Búast má við því að gestum á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún fjölgi enn frekar í nótt þegar farþegar úr flugi frá Varsjá í Póllandi skila sér út af Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ráðgert er að vélin lendi á tólfta tímanum í nótt en farþegar frá Póllandi, meðal annarra landa, þurfa nú að sæta skyldusóttkví á slíku hóteli nema sérstök undanþága fáist. Rætt var við Gylfa Þór Þorsteinsson, forstöðumann sóttvarnahúsa Rauða krossins, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir hótelið við Þórunnartún við það að fyllast, þó einhver herbergi verði laus þegar farþegar Varsjárvélarinnar mæta til höfuðborgarinnar. „En við erum búin að gera allt klárt hérna hinu megin við götuna á hótel Stormi. Við gerðum það klárt klukkan tvö í dag, þannig að það verður nóg pláss fyrir alla,“ segir Gylfi. Hann segir að nú dvelji um þrjú hundruð manns á hótelinu við Þórunnartún. Þá segir hann að engar kvartanir vegna nýrra reglna um dvöl á sóttkvíarhóteli hafi borist honum í dag, en borið hefur á því að komufarþegar hafi verið ósáttir með að fá ekki að taka út sína sóttkví eftir eigin höfði. „Hingað til hafa menn og konur verið bara nokkuð ánægð. Þau eru allavega komin, lent og komust hingað inn og við höfum ekki fengið neinar kvartanir enn þá.“ Eitthvað hefur borið á því að fólk fari ekki á sóttkvíarhótelið með rútunni sem ferjar farþega frá flugvellinum á hótelið, heldur með eigin leiðum. Gylfi segir lítið við því að gera. „Já, einhverjir hafa komið á eigin bílum, að eigin sögn. Við náttúrulega getum ekki annað en treyst fólki, þannig að við verðum bara að vona það besta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira