Annað ímyndað hneyksli gerir íhaldsmenn reiða Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2021 09:29 Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Blaðamaður götublaðsins New York Post hefur hætt starfi sínu og segir að sér hafi verið skipað að skrifa kolranga frétt. Sú frétt var um að ríkisstjórn Joes Biden væri að útbýta barnabókum Kamölu Harris, varaforseta, og til ólöglegra innflytjenda á barnsaldri. Laura Italiano skrifaði fréttina en hún tísti í gær og sagðist hafa sagt upp. Hún sagði að sér hefði verið skipað að skrifa fréttina og hún sæi eftir því að hafa ekki neitað og lýsti fréttinni sem „vendipunkti“. Hún hafði skrifað fyrir blaðið frá tíunda áratug síðustu aldar. Fréttin var birt á forsíðu blaðsins á laugardaginn, og vef blaðsins. Þar var því haldið fram að barnabókin „Ofurhetjur eru alls staðar“ eftir Kamölu Harris, væri í sérstökum pökkum sem færðir voru börnum sem voru í tímabundnu skýli fyrir ólöglega innflytjendur í Long Beach í Kaliforníu. Þá var staðhæft í upprunalegu fréttinni að um ólöglegt athæfi væri að ræða. Fréttamaður Fox News í Hvíta húsinu spurði svo Jen Psaki, talskonu Bidens, út í ásakanirnar á blaðamannafundi á mánudaginn. Hún kom eðlilega af fjöllum og sagðist ætla að skoða málið. NYP birti þá aðra frétt, eftir annan blaðamann, um það að „þúsundir“ bóka Harris hefðu verið gefnar til barnanna og að Psaki hefði ekki getað svarað fyrirspurnum um málið. Lítið sem ekkert til í fréttunum Þegar blaðamenn Washington Post og CNN fóru að skoða málið kom fljótt í ljós að lítill fótur var fyrir þeim ásökunum sem bornar voru fram í grein NYP. Embættismenn í Long Beach sögðu að um eina bók hafi verið að ræða. Hún hafi safnast þegar íbúar voru beðnir um að gefa föt, bækur, leikföng og annað til skýlisins og hún hafi verið á bókasafni þar, ekki gefin einum né neinum. Það að frétt NYP væri alfarið ósönn stöðvaði þó ekki málsmetandi aðila innan Repúblikanaflokksins í að deila henni á samfélagsmiðlum, lýsa yfir hneykslun sinni og saka ríkisstjórn Bidens um spillingu. Þeirra á meðal voru Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Steve Scalise, þingmaður. Bæði veltu þau því fyrir sér hvort Harris væri að hagnast á athæfinu ímyndaða. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, gerði hið sama. Hann tísti um að Psaki gat ekki svarað spurningu um bókina og hvort ríkið væri að greiða fyrir það. This should be a straight yes or no answer from the White House: are taxpayers paying for copies of the Vice President s book to be handed out at migrant shelters?— Kevin McCarthy (@GOPLeader) April 26, 2021 Öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton gerði það líka. Hann deildi frétt New York Post á Twitter. Með færslunni sakaði hann Biden um að hafa valdið aukningu í fjölda ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna. Þá skrifaði hann að nú væri ríkisstjórn Bidens að þvinga embættismenn til að kaupa bækur Harris en endaði staðhæfinguna á spurningarmerki. The Biden administration's weakness caused a surge of illegal immigration. Now they're forcing taxpayers to buy Kamala Harris's book to give to those illegal immigrants? https://t.co/pjpUmFRcnF— Tom Cotton (@TomCottonAR) April 25, 2021 Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem íhaldsmenn vestanhafs eru æfir út í ríkisstjórn Bidens vegna fréttaflutnings sem er ekki í samræmi við raunveruleikann. Hneykslismál þetta má rekja til ljósmyndar sem tekin var í skýlinu í Long Beach á fimmtudaginn síðasta. Sú mynd sýndi bók Harris liggja á rúmi í skýlinu. Í myndatexta myndarinnar stóð ekkert um bók Harris og aðrar myndir sýndu aðrar bækur á öðrum rúmum. Óljóst er á hverju, ef einhverju, NYP byggði þá staðhæfingu um að ólöglegt athæfi hefði átt sér stað, né af hverju blaðið hélt því fram að bækurnar væru í einhverskonar pökkum sem voru færðir börnunum. Greinar New York Post voru fjarlægðar af netinu í nokkrar klukkustundir í gær og þegar þær voru birtar aftur hafði þeim verið breytt lítillega. Búið var að bæta við „skilaboðum frá ritstjóra“ um að fréttunum hefði verið breytt. Fyrirsögn fyrstu greinarinnar hafði verið breytt úr: „Kamala er ekki við landamærin en börnin fá bók varaforsetans“ í „Kamala er ekki við landamærin en minnst eitt barn fékk bók varaforsetans“. Bókin tilheyrir bókasafni skýlisins sem um ræðir. Ekki barni. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Laura Italiano skrifaði fréttina en hún tísti í gær og sagðist hafa sagt upp. Hún sagði að sér hefði verið skipað að skrifa fréttina og hún sæi eftir því að hafa ekki neitað og lýsti fréttinni sem „vendipunkti“. Hún hafði skrifað fyrir blaðið frá tíunda áratug síðustu aldar. Fréttin var birt á forsíðu blaðsins á laugardaginn, og vef blaðsins. Þar var því haldið fram að barnabókin „Ofurhetjur eru alls staðar“ eftir Kamölu Harris, væri í sérstökum pökkum sem færðir voru börnum sem voru í tímabundnu skýli fyrir ólöglega innflytjendur í Long Beach í Kaliforníu. Þá var staðhæft í upprunalegu fréttinni að um ólöglegt athæfi væri að ræða. Fréttamaður Fox News í Hvíta húsinu spurði svo Jen Psaki, talskonu Bidens, út í ásakanirnar á blaðamannafundi á mánudaginn. Hún kom eðlilega af fjöllum og sagðist ætla að skoða málið. NYP birti þá aðra frétt, eftir annan blaðamann, um það að „þúsundir“ bóka Harris hefðu verið gefnar til barnanna og að Psaki hefði ekki getað svarað fyrirspurnum um málið. Lítið sem ekkert til í fréttunum Þegar blaðamenn Washington Post og CNN fóru að skoða málið kom fljótt í ljós að lítill fótur var fyrir þeim ásökunum sem bornar voru fram í grein NYP. Embættismenn í Long Beach sögðu að um eina bók hafi verið að ræða. Hún hafi safnast þegar íbúar voru beðnir um að gefa föt, bækur, leikföng og annað til skýlisins og hún hafi verið á bókasafni þar, ekki gefin einum né neinum. Það að frétt NYP væri alfarið ósönn stöðvaði þó ekki málsmetandi aðila innan Repúblikanaflokksins í að deila henni á samfélagsmiðlum, lýsa yfir hneykslun sinni og saka ríkisstjórn Bidens um spillingu. Þeirra á meðal voru Ronna McDaniel, framkvæmdastjóri Landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Steve Scalise, þingmaður. Bæði veltu þau því fyrir sér hvort Harris væri að hagnast á athæfinu ímyndaða. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, gerði hið sama. Hann tísti um að Psaki gat ekki svarað spurningu um bókina og hvort ríkið væri að greiða fyrir það. This should be a straight yes or no answer from the White House: are taxpayers paying for copies of the Vice President s book to be handed out at migrant shelters?— Kevin McCarthy (@GOPLeader) April 26, 2021 Öldungadeildarþingmaðurinn Tom Cotton gerði það líka. Hann deildi frétt New York Post á Twitter. Með færslunni sakaði hann Biden um að hafa valdið aukningu í fjölda ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna. Þá skrifaði hann að nú væri ríkisstjórn Bidens að þvinga embættismenn til að kaupa bækur Harris en endaði staðhæfinguna á spurningarmerki. The Biden administration's weakness caused a surge of illegal immigration. Now they're forcing taxpayers to buy Kamala Harris's book to give to those illegal immigrants? https://t.co/pjpUmFRcnF— Tom Cotton (@TomCottonAR) April 25, 2021 Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem íhaldsmenn vestanhafs eru æfir út í ríkisstjórn Bidens vegna fréttaflutnings sem er ekki í samræmi við raunveruleikann. Hneykslismál þetta má rekja til ljósmyndar sem tekin var í skýlinu í Long Beach á fimmtudaginn síðasta. Sú mynd sýndi bók Harris liggja á rúmi í skýlinu. Í myndatexta myndarinnar stóð ekkert um bók Harris og aðrar myndir sýndu aðrar bækur á öðrum rúmum. Óljóst er á hverju, ef einhverju, NYP byggði þá staðhæfingu um að ólöglegt athæfi hefði átt sér stað, né af hverju blaðið hélt því fram að bækurnar væru í einhverskonar pökkum sem voru færðir börnunum. Greinar New York Post voru fjarlægðar af netinu í nokkrar klukkustundir í gær og þegar þær voru birtar aftur hafði þeim verið breytt lítillega. Búið var að bæta við „skilaboðum frá ritstjóra“ um að fréttunum hefði verið breytt. Fyrirsögn fyrstu greinarinnar hafði verið breytt úr: „Kamala er ekki við landamærin en börnin fá bók varaforsetans“ í „Kamala er ekki við landamærin en minnst eitt barn fékk bók varaforsetans“. Bókin tilheyrir bókasafni skýlisins sem um ræðir. Ekki barni.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent