Menntakerfi framtíðarinnar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 28. apríl 2021 09:01 Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skóla - og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk á að hafa öll tækifæri til þess að koma að borðinu þegar endurskoða á fyrirkomulag menntakerfisins til framtíðar. Í skólakerfinu geta leynst tækifæri sem við missum af ef við nýtum ekki hugmyndauðgi unga fólksins. Það reynist mikill auður í því að hafa samráð við yngri kynslóðir til að byggja upp framtíð Íslands. Meginmarkmið með uppbyggingu menntakerfisins verður að vera aukin gæði í skólastarfinu og að tryggt sé jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og efnahag. Þá verður stefnan einnig að vera sú að menntakerfið á Íslandi sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi. Til að ná þessum markmiðum má endurskoða margt í hinu íslenska menntakerfi. Fjölbreytt rekstrarform Leita þarf leiða til að ýta undir fjölbreyttari rekstrarform í skólakerfinu til að auka samkeppnishæfni og draga úr miðstýringu í skólastarfinu. Þegar aukið er valfrelsi í þjónustu leiðir það oftast til betri þjónustu fyrir alla. Þetta einskorðast auðvitað ekki við menntakerfið. Ein hugmynd til að auka valfrelsi og bæta þjónustu er að taka upp ávísanakerfi í grunnskólum landsins. Ávísanakerfi getur stuðlað að betri gæðum í opinberum skólum án aukinna útgjalda. Með ávísanakerfi er átt við að ríkið greiðir fasta upphæð með hverjum nemanda svo foreldrar hafi valið um menntun barna sinna, óháð rekstrarformi skólans. Ávísanakerfið tryggir jafnt aðgengi að námi óháð efnahag. Áhugadrifið nám Við þurfum að mæta ungu fólki sem einhverra hluta vegna vegnar ekki vel í skólakerfinu. Leiða má að því líkur að skólakerfið sé of einsleitt og geti á þann hátt ekki mætt þörfum allra því einstaklingar eru jafn fjölbreyttir og þeir eru margir. Í haust var umræðan um stöðu drengja í skólakerfinu fyrirferðamikil, þær brotalamir sem finna má í kerfinu ber að uppræta. Bæta má stöðuna með auknu valfrelsi í námi. Framkvæma má áhugakannanir meðal nemenda til að bæta upplifun í skólanum og virkja áhugasvið þeirra. Þá þarf að auka tengingar við list- og verkgreinar í náminu á grunnskólastigi. Skapandi lausnir Óhætt er að fullyrða um mikilvægi þess að ungir einstaklingar hljóti kennslu og þjálfun á ýmsum þáttum sem áskoranir samfélagsins beinast að, má hér nefna fötlunarfræðslu, kynfræðslu, fjármálalæsi, lífsleikni og samskiptahæfni. Þá er aukin þörf á því að þjálfa gagnrýna hugsun á ungum einstaklingum sem nú mótttaka endalausar upplýsingar í gegnum snjalltækin sín allan sólarhringinn. Það er mikilvægt skref í rétta átt að endurskoða námskrár grunnskóla og framhaldsskóla. Ýmist má rýmka námskrárnar eða gera ráð fyrir auknum sveigjanleika til að draga úr lærdómi eftir fastri námsskrá. Kennsluhættir þurfa að þróast með námsefninu og því ætti að leggja enn meiri áherslu á endurmenntun kennara en nú er gert. Háskólar framtíðarinnar Að leggja góðan grunn fyrir rannsóknar- og vísindastarfsemi er lykillinn að auknum lífsgæðum. Á háskólastiginu má leggja meiri áherslu á myndun nýrra tæknigreina til að mæta þörfum atvinnulífsins. Þeir háskólar sem lagt höfðu áherslu á tækni í kennslu fyrir heimsfaraldurinn gátu mætt nemendum sínum betur. Það sýndi hversu mikilvægt það er að tileinka sér jafnóðum þá þekkingu og tækni sem þegar er til staðar. Nú má leggja kapp í að efla rafræna kennsluhætti í stað þess að farga upptökunum og stefna strax aftur á staðarnám í haust í stærstu háskólum landsins. Að lokum verður að nefna Menntasjóð Námsmanna, sem varla er hægt að telja að starfi í þágu námsmanna. Menntasjóðurinn ætti að vera í grunninn styrktarsjóður námsmanna. Öflugt styrktarkerfi jafnar aðgengi að námi og eflir samkeppnishæfi íslenskra háskóla. Hafsjór af góðum hugmyndum Samband ungra sjálfstæðismanna hefur nú kynnt stefnu sína í fjórum málaflokkum; efnahagsmálum, heilbrigðismálum, umhverfis- og loftslagsmálum og menntamálum. Fyrr í vor voru haldnar vinnustofur þar sem ungu fólki var boðið að koma fram hugmyndum sínum um framtíð Íslands eftir heimsfaraldurinn. Áhuginn leyndi sér ekki og afrakstur vinnunar sýnir metnaðarfulla hugsjón ungra sjálfstæðismanna í dag. Með bjartsýni og skýra framtíðarsýn að vopni erum við fullviss um að Ísland muni standa sterkara handan við storminn. Menntakerfið þarf að vera í stöðugri skoðun svo við séum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar. Það sem virkaði fyrir 50 árum er ekkert svo öruggt að gangi upp í dag. Kerfið þarf að breytast í takt við tímann. Ungir sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að taka umræðuna og breyta því sem breyta þarf til að auka samkeppnishæfni Íslands. Höfundur er lögfræðingur og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun