Gestabækur veitingastaða Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 28. apríl 2021 12:00 Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Veitingastaðir Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Sjá meira
Á veitingastöðum í dag hvílir skylda samkvæmt lögum að skrá gesti í númeruð sæti undir nafni, kennitölu og símanúmeri. Kveðið er á um þá skyldu í reglugerð nr. 404/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Markmið hennar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins. Persónuvernd sendi á dögunum frá sér leiðbeiningar um hvernig haga skuli skráningunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög“). Undirritaður hefur sótt nokkra veitingastaði undanfarið en ekki orðið þess var að framkvæmdin á skráningu hafi verið í samræmi við umræddar leiðbeiningar. Einkum hefur skort á viðeigandi fræðslu og þá eru dæmi um að skráningarblöð hafi legið í anddyri veitingastaða líkt og gestabækur í fermingarveislum. Þetta tvennt er í andstöðu við persónuverndarlög. Undirritaður ætlar þó ekki að gagnrýna veitingastaði sérstaklega, enda telur hann ekki óeðlilegt að rekstraraðilar veitingastaða séu, upp að vissu marki, ómeðvitaðir um þær kröfur sem persónuverndarlög gera til þeirra. Markmiðið er einkum að velta því upp hvort gengið sé á stjórnarskrárvarin réttindi einstaklinga af hálfu stjórnvalda með ólögmætum hætti. Persónuupplýsingar okkar njóta stjórnarskrárvarinnar verndar Þær upplýsingar sem skráðar eru við komu okkar á veitingastaði teljast til persónuupplýsinga í skilningi persónuverndarlaga. Persónuupplýsingar eru hluti af okkar einkalífi og njóta ótvírætt stjórnarskrárvarinnar verndar. Þennan rétt okkar má einungis skerða með sérstakri lagaheimild ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra. Ekki verður um það deilt að stjórnvöld hafa samkvæmt sóttvarnalögum nr. 19/1997 ákveðnar heimild til að skerða þennan rétt okkar. Að sama skapi verður ekki um það deilt að í því ástandi sem ríkt hefur undanfarið sé réttlætanlegt og nauðsynlegt að skerða einkalíf einstaklinga með ákveðnum aðgerðum vegna réttinda annarra. Geta stjórnvöld þá krafið veitingastaði um að skrá komu gesta? Markmið reglugerðar nr. 404/2021 um að hægja eins og unnt er á COVID-19 sjúkdómnum verður að teljast málefnalegt, enda verður sú ógn sem stafað hefur af sjúkdómnum ekki dregin í efa. Sú ákvörðun að skylda veitingastaði til að skrá komu gesta verður þó að teljast nauðsynleg til að ná umræddu markmiði. Með hliðsjón af því hlýtur það til dæmis að hafa verið mat stjórnvalda að mikil hætta sé á sýkingu á veitingastöðum, rakning sé það erfið að veitingastaðir verði að skrá komu gesta, ekki sé hægt að kalla eftir upplýsingum frá kortafyrirtækjum líkt og áður hefur tíðkast og appið muni ekki duga til að kortleggja ferðir einstaklinga. Eða hvað? Höfundur starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun