Þórólfur vonast eftir að fá aukaverkanir Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 12:20 Þórólfur Guðnason fær fyrri sprautuna af AstraZeneca. Hann vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir því þær sýni að bóluefnið sé að virka. Vísir/Vilhelm Sneisafull Laugardalshöllin tók á móti Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með dúndrandi lófataki þegar hann gekk í salinn til að fá bólusetningu við covid 19 í morgun. Hann vonast til að finna til einkenna eftir fyrstu sprautuna enda þýði það að ónæmiskerfi líkamans sé að taka við sér. Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent