Staðhæfir að nettröll á vegum Vg fari um samfélagsmiðla Jakob Bjarnar skrifar 28. apríl 2021 13:43 Gunnar Smári telur víst að nettröll séu gerð út af Vg en Björg Eva, framkvæmdastjóri flokksins, segir þær ásakanir fyrirlitlegar. Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokks Íslands, heldur því fram fullum fetum að Vinstri græn geri út fólk til að spilla pólitísku samtali á samfélagsmiðlum. Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og hún vísar þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. „Auðvitað ekki. Á skrifstofu Vg starfa nú auk mín, Anna Lísa Björnsdóttir, Berglind Häsler og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Á skrifstofu þingflokks eru Hulda Hólmkelsdóttir, framkvæmdastjóri, og ritararnir Bjarki Hjörleifsson og Leifur Valentín Gunnarsson lögfræðingur,“ segir Björg Eva. Og hún bætir því við að henni þætti fróðlegt að sjá sannanir fyrir þessu. Gunnar Smári segist ekki vilja né geta upplýst um það hverjir nákvæmlega eru þarna á ferð. „Ég frétti þetta úr þannig átt. En flokkarnir eru með digra sjóði og geta gert allskonar.“ Segist ekki með neinar nettröllabeinagrindur í sínum skápum Björg Eva segir spurð það hins vegar svo að öll laun og verktakagreiðslur séu uppi á borðum hjá Vg. Það séu kosningastjórar og yfirleitt einn í hverju kjördæmi á launum, stundum tveir í hálfu starfi. Björg Eva (t.h.) stendur í ströngu í síðustu kosningum. Hún hafnar því alfarið að kosningavél Vg geri út nettröll til að afvegaleiða umræðuna. Með henni á myndinni er Anna Lísa Björnsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur.aðsend Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur formanns flokksins er mikið með einnig í kosningabaráttunni og Steinþór Rafn Matthíasson grafískur hönnuður í Konsept, fær verktakagreiðslur, að sögn Bjargar Evu sem segist ekki vera með neinar beinagrindur af nettröllum í sínum skápum. Björg Eva rekur í sínum svörum að á launaskrá hafi verið verktakar í þýðingum, táknmálstúlkun, svörun spurninga, viðburðastjórar á fundum, fólk í fjáröflun. „Allt Vg-félagar, nema kannski einn og einn táknmálstúlkur eða tæknimaður. Og flestir á greiðslum sem er táknrænar frekar en kaup. Rest eru sjálfboðaliðar,“ segir Björg Eva sem tekur fram að hún ætli ekki að rífast við Gunnar Smára um þessa „fyrirlitlegu ásökun“. En það sé svo að framkvæmdastjórar flokkanna hafi verið að vinna gegn nafnlausu níði og tröllaskap á samfélagsmiðlum eftir bestu getu í langan tíma; bæta lagaumhverfi stjórnmálaflokka til að sporna gegn þessum óskunda. Með ofstopa og leiðindi Margvísleg umræða hefur farið fram um falsfréttir og óáreiðanleika af ýmsu tagi sem vart verður á samfélagsmiðlum í tengslum við kosningar. Og þá að gerð séu út af flokkum og hagsmunaaðilum svokölluð tröll til að brengla umræðu, afvegaleiða og spilla. Gunnar Smári skrifar pistil á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins, sem er býsna virkur vettvangur, þar sem hann telur engan vafa leika á því að þetta sé stundað af kappi á Íslandi. Slík tröll mega þá heita lýðræðislegir hryðjuverkamenn en hér er um alþjóðlegan vanda að ræða. „Fyrir síðustu kosningar eltu mig uppi hér á Facebook fólk sem ég síðar frétti að hefðu verið á launum hjá VG við að spilla umræðu á samfélagsmiðlum, með ofstopa og leiðindum ef annað virkaði ekki,“ segir Gunnar Smári. Víðtækur vandi að mati Gunnars Smára Og að fyrir þessu séu ýmsar ástæður: „En sú helst að ég sagði um leið og boðað var til kosninga að Sjálfstæðisflokkur og VG stefndu að ríkisstjórn.“ Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir flokkana hafa úr miklum fjármunum að spila og telur víst að á launaskrá þeirra megi finna nokkur nettröll.vísir/s2 Þetta er ekki bundið einvörðungu við Vg að mati Gunnars Smára því honum sýnist að á vettvangi Sósíalista séu nokkrir mættir í þessum sama tilgangi: „Yfirleitt er mættur hér í einhver af fyrstu kommentunum varðhundar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks ... jafnvel Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með allskyns útúrsnúning og leiðindi, látandi sem venjuleg heilbrigð sósíalísk alþýðusjónarmið um samfélagið gangi á skjön við lögmál náttúrunnar og/eða góða siði.“ Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Netglæpir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Alþingi Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Björg Eva Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og hún vísar þessu alfarið á bug í samtali við Vísi. „Auðvitað ekki. Á skrifstofu Vg starfa nú auk mín, Anna Lísa Björnsdóttir, Berglind Häsler og Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm. Á skrifstofu þingflokks eru Hulda Hólmkelsdóttir, framkvæmdastjóri, og ritararnir Bjarki Hjörleifsson og Leifur Valentín Gunnarsson lögfræðingur,“ segir Björg Eva. Og hún bætir því við að henni þætti fróðlegt að sjá sannanir fyrir þessu. Gunnar Smári segist ekki vilja né geta upplýst um það hverjir nákvæmlega eru þarna á ferð. „Ég frétti þetta úr þannig átt. En flokkarnir eru með digra sjóði og geta gert allskonar.“ Segist ekki með neinar nettröllabeinagrindur í sínum skápum Björg Eva segir spurð það hins vegar svo að öll laun og verktakagreiðslur séu uppi á borðum hjá Vg. Það séu kosningastjórar og yfirleitt einn í hverju kjördæmi á launum, stundum tveir í hálfu starfi. Björg Eva (t.h.) stendur í ströngu í síðustu kosningum. Hún hafnar því alfarið að kosningavél Vg geri út nettröll til að afvegaleiða umræðuna. Með henni á myndinni er Anna Lísa Björnsdóttir aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur.aðsend Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur formanns flokksins er mikið með einnig í kosningabaráttunni og Steinþór Rafn Matthíasson grafískur hönnuður í Konsept, fær verktakagreiðslur, að sögn Bjargar Evu sem segist ekki vera með neinar beinagrindur af nettröllum í sínum skápum. Björg Eva rekur í sínum svörum að á launaskrá hafi verið verktakar í þýðingum, táknmálstúlkun, svörun spurninga, viðburðastjórar á fundum, fólk í fjáröflun. „Allt Vg-félagar, nema kannski einn og einn táknmálstúlkur eða tæknimaður. Og flestir á greiðslum sem er táknrænar frekar en kaup. Rest eru sjálfboðaliðar,“ segir Björg Eva sem tekur fram að hún ætli ekki að rífast við Gunnar Smára um þessa „fyrirlitlegu ásökun“. En það sé svo að framkvæmdastjórar flokkanna hafi verið að vinna gegn nafnlausu níði og tröllaskap á samfélagsmiðlum eftir bestu getu í langan tíma; bæta lagaumhverfi stjórnmálaflokka til að sporna gegn þessum óskunda. Með ofstopa og leiðindi Margvísleg umræða hefur farið fram um falsfréttir og óáreiðanleika af ýmsu tagi sem vart verður á samfélagsmiðlum í tengslum við kosningar. Og þá að gerð séu út af flokkum og hagsmunaaðilum svokölluð tröll til að brengla umræðu, afvegaleiða og spilla. Gunnar Smári skrifar pistil á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins, sem er býsna virkur vettvangur, þar sem hann telur engan vafa leika á því að þetta sé stundað af kappi á Íslandi. Slík tröll mega þá heita lýðræðislegir hryðjuverkamenn en hér er um alþjóðlegan vanda að ræða. „Fyrir síðustu kosningar eltu mig uppi hér á Facebook fólk sem ég síðar frétti að hefðu verið á launum hjá VG við að spilla umræðu á samfélagsmiðlum, með ofstopa og leiðindum ef annað virkaði ekki,“ segir Gunnar Smári. Víðtækur vandi að mati Gunnars Smára Og að fyrir þessu séu ýmsar ástæður: „En sú helst að ég sagði um leið og boðað var til kosninga að Sjálfstæðisflokkur og VG stefndu að ríkisstjórn.“ Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir flokkana hafa úr miklum fjármunum að spila og telur víst að á launaskrá þeirra megi finna nokkur nettröll.vísir/s2 Þetta er ekki bundið einvörðungu við Vg að mati Gunnars Smára því honum sýnist að á vettvangi Sósíalista séu nokkrir mættir í þessum sama tilgangi: „Yfirleitt er mættur hér í einhver af fyrstu kommentunum varðhundar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks ... jafnvel Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi með allskyns útúrsnúning og leiðindi, látandi sem venjuleg heilbrigð sósíalísk alþýðusjónarmið um samfélagið gangi á skjön við lögmál náttúrunnar og/eða góða siði.“
Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Netglæpir Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Samfélagsleg ábyrgð Alþingi Tengdar fréttir Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlti Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Falsfréttir dreifast um heiminn Mikilvægasta ráðið sem hægt er að gefa í baráttunni við falsfréttir er að treysta á almenna skynsemi. En býrðu yfir henni? Eða hafa falsfréttir mengað dómgreind þína? 1. apríl 2017 09:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent