Gjörbreyting á virkni laga um fjöleignarhús Óli Jón Gunnarsson skrifar 29. apríl 2021 13:30 Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þann 22. júní 2020 voru staðfest lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús á Alþingi. Breytingin snýr að þætti hleðslubúnaðar fyrir rafbíla. Þessi breyting sem bætt var við lögin hefur í raun gjörbreytt því hvernig lög um fjöleignarhús hafa virkað hingað til. Til þessa hafa langflest mál sem tekin eru fyrir á húsfundi fjöleignar þurft samþykki meirihluta íbúa. Þar má nefna kosning stjórnar, hússjóðsgjöld, framkvæmdir og öll helstu mál sem tengjast rekstri á slíkri fjöleign. Flestar undantekningar hafa verið á þá leið að það þurfi stærri meirihluta, til dæmis tvo þriðju íbúa til að samþykkja. Þetta hefur þýtt það að meirihlutinn ræður stórum og smáum ákvörðunum sem snúa að sameignarhluta fjöleigna. Það er í takti við það lýðræði sem við búum við og sé maður ósammála þeirri ákvörðun sem er tekin ber manni að lúta þeirri ákvörðun á grundvelli réttar lýðræðisins. Breytingin sem Alþingi bætti við lögin snýr þessu lýðræði algjörlega á hvolf og gefur einum eiganda í fjöleign rétt til þess að óska eftir því að sett verði upp rafbílastæði á sameignarbílastæðum og ber þá stjórn húsfélags skylda til þess að bregðast við þeirri ósk og framfylgja henni. „Óski eigandi sem hefur heimild til afnota af sameiginlegu og óskiptu bílastæði eftir því að þar verði komið upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla er húsfélaginu, öðrum eigendum og stjórn þess skylt að verða við slíkri kröfu og framfylgja henni.” [1] Einnig er tekið fram að óski einn eigandi í fjöleigninni eftir því að sett verði upp rafbílastæði við fjöleignina þá beri stjórn að gera úttekt á áætlaðri framtíðarþörf fjöleignarhússins á uppsetningu og framkvæmd á uppsetningu og kaupum á búnaði í samræmi við úttektaráætlunina. Þetta skal framkvæmt eins fljótt og unnt er. Engin þörf er á húsfundi, nóg er að óska eftir því formlega við stjórn. Kostnaður af öllu þessu er flokkaður sem sameiginlegur kostnaður allra eigenda sem hafa afnot af viðkomandi bílastæði. „Kostnaður vegna hleðslubúnaðar fyrir rafbíla er sameiginlegur kostnaður allra þeirra eigenda sem hafa heimild til afnota af viðkomandi bílastæði” [1] Þannig getur einn eigandi upp á sitt einsdæmi farið fram á framkvæmdir sem nema mörgum milljónum, sem allir eigendur í fjöleignarhúsinu þurfa að greiða fyrir. Í því húsfélagi sem höfundur situr í hefur verið farið fram á að rafbílastæði verði sett upp. Stjórnin lét útbúa kostnaðaráætlun fyrir þessar framkvæmdir og nemur upphafskostnaður á tveimur rafbílastæðum með tveimur hleðslustöðvum um þremur milljónum, með nýrri heimtaug sem leggja þarf til að sinna þessu til framtíðar. Kostnaður við að bæta við tveimur stöðvum á ári, sem er í samræmi við áætlunina, kostar um 700 þúsund. Það er vægast mjög undarlegt að einn eigandi í fjöleignarhúsi geti fengið slíkar framkvæmdir í gegn einn síns liðs. Þessi breyting á lögunum er auðvitað sett inn í takt við þá stefnu stjórnvalda að rafbílavæða einkabílaflotann í landinu. Sú stefna er að mati höfundar ekkert slæm og í raun lítið hægt að mótmæla þeirri þróun. Hins vegar hljóta stjórnvöld að þurfa að koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum til að standa straum af kostnaði sem við svona framkvæmdir fellur. Það er í raun með þessari breytingu á lögunum búið að rífa valdið af fjöldanum og setja í hendur einstaklingsins, en fjöldinn borgar. Höfundur skorar á stjórnvöld að endurskoða þessa löggjöf og/eða koma til móts við eigendur í fjöleignarhúsum með einhverju móti. Höfundur er stjórnarmaður í fjöleignarhúsi í Hafnarfirði, kerfisstjóri og leikari. [1] Lög um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar