Hætti í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 13:31 David Cox er hættur í fótbolta. David Cox, leikmaður Albion Rovers í Skotlandi, er hættur í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans. Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu. Skoski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu.
Skoski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira