Um Anthony Hopkins og hvernig á að fá Hannibal Lecter til að bera virðingu fyrir öðru fólki! Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar 30. apríl 2021 20:31 Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Elsa Björnsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Óskarsverðlaunahafinn og leikarinn Anthony Hopkins hefur stigið fram og tilkynnt veröldinni opinberlega að hann sé einhverfur. Hopkins er þekktastur fyrir að hafa leikið hlutverk hins grimma fjöldamorðingja Hannibals Lecters í kvikmyndinni Lömbin þagna. En þá vaknar stóra spurningin? Hvernig er hægt að fá fjöldamorðingja til að hætta við að verða fjöldamorðingjar þegar þeir verða stórir og læra þess í stað að bera virðingu fyrir öllu lifandi fólki? Svarið er nefnilega það, að þetta hefst allt í skólastofunni. Semsagt það þarf að kenna börnum strax í skólastofunni að bera virðingu fyrir öðrum. Einu sinni hafa allir verið börn. Líka menn eins og Anthony Hopkins alias Hannibal Lecter. Í skólastofunni er samfélag manna í raun og veru komið í smækkaðri mynd, í hnotskurn. Þar eiga að vera börn af öllum stærðum og gerðum. Skólastofan á í raun að endurspegla allt samfélag fullorðinna. Í skólastofunni í gamla daga lærðum við hjá hinum frábæra barnakennara Dr. Sigrúnu Aðalbjarnardóttur prófessor, hvað í rauninni þarf til þess að hægt sé að reka heilt samfélag. Það þarf lögreglu, slökkvilið, kennara, skóla, leikskóla, verksmiðjur, skip, landbúnað, dýr, forsætisráðherra og svo margt, margt fleira. Við lærðum um fiskiþorpið og hvað þarf í raun og veru til að samfélag fiskiþorpsins gangi upp. Við lærðum um Tansaníu og hversu ólík Tansanía er fiskiþorpinu á Íslandi. Allt var þetta mjög lærdómsríkt. Eins og í alvöru samfélagi vorum við allskonar börn. Ég var einhverft barn, önnur börn voru ofvirk, ADHD, venjuleg, skemmtileg, glöð, sorgmædd, samkynhneigð og bara allavegana. Sum börnin vildu verða bændur, flugstjórar, tannlæknar eða flugfreyjur. Við vorum öll í sama bekknum og við lærðum að umgangast hvort annað og að bera virðingu fyrir hvort öðru. Að setja börn í sérdeildir og útiloka þau úr samfélagi skólastofunnar leysir engin vandamál í raun og veru. Það er svipað eins og að setja þau inn á stofnanir og hæli til þess að við sem teljumst „heilbrigð“ þurfum ekki að umgangast þau. Sú leið hefur þegar verið fullreynd með Breiðavík og Kópavogshæli. Skólastofan er rétti staðurinn til að ala öll börn upp í sameiginlegu samfélagi þar sem ólík börn læra að umgangast hvort annað. En þá mega ekki heldur vera svo mörg börn í skólastofunni að kennarinn komist ekki yfir að sinna þeim öllum. Hámarksfjöldi barna í íslenskum skólastofum ætti að vera 18 börn. Alls ekki meira! 1 af hverjum 3 börnum á Íslandi eru sett í sérkennslu og allskyns sérdeildir. Þetta er alltof hátt hlutfall. Það er ekki til nein vernduð sérdeild í lífinu sjálfu sem tekur við þegar börnin verða fullorðin. Börnin verða að geta horfst í augu við raunveruleikann og bjargað sér í hinum raunverulega raunveruleika. Það geta þau ekki ef þau eru alltaf pökkuð inn í sérdeildir. Svarið við þeim vandamálum sem tengjast mannlegum fjölbreytileika barna, er því í raun og veru mjög einfalt. Það er FÆRRI börn í skólastofunni. Því markmiði hljóta bæði kennarar og nemendur að geta fagnað. Höfundur er með B.A. B.Sc. M.Sc. og M.A.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar