Sport

Sig­ríður Dröfn vann sinn fyrsta Ís­lands­meistara­titil

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir varð Íslandsmeistari í svigi í gær.
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir varð Íslandsmeistari í svigi í gær. ÍR

Í gærkvöld lauk skíðamóti Íslands í alpagreinum með keppni í svigi. Sigríður Dröfn Auðunsdóttir sigraði í kvennaflokki en Sturla Snær Snorrason sigraði í karlaflokki. 

Þá vann Snorri Einarsson skíðagöngu karla og Linda Rós Hannesdóttir skíðagöngu kvenna. Gengið var 10 kílómetra hjá körlunum en fimm hjá konunum.

Er þetta í fyrsta sinn sem Sigríður Dröfn verður Íslandsmeistari. Sturla Snær var hins vegar að landa sínum fjórða Íslandsmeistaratitli í svigi.

Jóhanna Lilja Jónsdóttir var önnur í kvennaflokki og Auður Björng Sigurðardóttir þriðja. Í karlaflokki var Jón Erik Sigurðsson í öðru sæti og Björn Davíðsson í þriðja sæti.

Linda Rós Hannesdóttir fór með sigur í kvennaflokknum en hún háði skemmtilega baráttu við Gígju Björnsdóttur og endaði aðeins átta sekúndum á undan Gígju. Fanney Rún Stefánsdóttir endaði í þriðja sæti. 

Linda nældi sér því í tvenn gullverðlaun á mótinu en hún vann einnig sprettgönguna.

Snorri Einarsson sigraði örugglega hjá körlunum og hefur því unnið allar greinar á Skíðamóti Íslands eins og hann á síðasta móti árið 2019. Dagur Benediktsson endaði í öðru sæti og Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson í þriðja sæti. Framan voru þeir jafnir en á lokasprettinum var Dagur sterkari.

Heildarúrslit má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×