Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2021 13:04 Guðni Ragnarsson, flugmaður á Hvolsvelli og bóndi á Guðnastöðum í Austur Landeyjum í Rangárþingi eystra. Aðsend Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll. Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira