Anníe Mist með Fjallið í CrossFit: Ég var alltaf smá stressuð um að ég myndi drepa Hafþór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius hvetja Hafþór Júlíus Björnsson hér áfram. Instagram/@thorbjornsson Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius fengu það stóra verkefni að koma Fjallinu Hafþóri Júlíus Björnssyni í betra form fyrir bardagann við Eddie Hall í september. Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira