Trúnaðarmaður á Morgunblaðinu segir af sér vegna afskipta BÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 11:56 Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Vísir Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur sagt af sér vegna afskipta stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu Samherja á mbl.is. Hann telur að með afskiptum sínum fari stjórn félagsins langt út fyrir sitt hlutverk og segist hann ekki treysta sér til að verja þau afskipti sem fulltrúi félagsins á Morgunblaðinu. Þetta segir í tilkynningu frá Guðna Einarssyni, trúnaðarfulltrúa BÍ á Morgunblaðinu, sem birt var á vef BÍ í morgun. Guðni hefur starfað á Morgunblaðinu í áratugi og segir hann í tilkynningu að hann telji að stjórnin hafi brotið gegn lögum BÍ með því að hafa afskipti af auglýsingum blaðsins. „Var stjórnin að gæta hagsmuna allra félagsmanna sinna eða að standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi? Var hún að slá skjaldborg um sjálfstæði fjölmiðla?“ spyr Guðni í tilkynningunni. Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmdi í gær að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. Í auglýsingunni sem um ræðir, sem ber yfirskriftina „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti, er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV muni ekki leiða til þess að Helga verði bannað að fjalla frekar um Samherja. „Hún [stjórnin] ætti að sjá sóma sinn í að draga gagnrýni sína til baka og einbeita sér að tilgangi félagsins,“ skrifar Guðni og vísar í lög Blaðamannfélagsins. „Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að gæta „faglegra og stéttarlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna“ (1.gr.). Einnig að „standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi“ (1.2 b gr.) og að hafa „áhrif á opinbera stefnu og samfélagslega umræðuu um fjölmiðlun og tjáningarfrelsi“ (1.2 d). Síðast en ekki síst: „Að standa vörð um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla“ (1.2 e),“ skrifar Guðni. „Kínamúr“ milli ritstjórnar og auglýsingadeildar Guðni segir að þegar hann hafi byrjað í blaðamennsku hafi hann lært að svokallaður „Kínamúr“ væri á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar. Blaðamenn skiptu sér ekki af auglýsingum og skrifuðu ekki auglýsingaefni og öfugt. „Þessi regla hefur almennt gilt á ritstjórnum sem hafa einhvern metnað og sjálfsvirðingu. Telji menn að tilteknar auglýsingar séu meiðandi eða ósannar þá eru leiðir til að taka á því, t.d. fyrir dómstólum,“ skrifar Guðni. Þá gagnrýnir hann rekstrarskilyrði annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins, sem „árlega fær hátt meðlag frá skattgreiðendum auk þess að vera fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði.“ „Aðrir útgefendur reiða sig að miklu leyti á auglýsingatekjur og sumir á áskriftartekjur að auki. Það að stéttarfélag blaðamanna skipti sér af tekjuöflun einstakra útgefenda er í mínum huga langt fyrir utan verksvið þess,“ skrifar Guðni. Ákvörðun BÍ um að fordæma birtingu Morgunblaðsins á auglýsingu samherja er meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns Ríkisútvarpsins, sem var á dögunum kjörin nýr formaður Blaðamannafélagsins. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Guðna Einarssyni, trúnaðarfulltrúa BÍ á Morgunblaðinu, sem birt var á vef BÍ í morgun. Guðni hefur starfað á Morgunblaðinu í áratugi og segir hann í tilkynningu að hann telji að stjórnin hafi brotið gegn lögum BÍ með því að hafa afskipti af auglýsingum blaðsins. „Var stjórnin að gæta hagsmuna allra félagsmanna sinna eða að standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi? Var hún að slá skjaldborg um sjálfstæði fjölmiðla?“ spyr Guðni í tilkynningunni. Stjórn Blaðamannafélagsins fordæmdi í gær að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. Í auglýsingunni sem um ræðir, sem ber yfirskriftina „Ábyrgðarleysi í Efstaleiti, er meðal annars kvartað undan því að niðurstaða siðanefndar RÚV muni ekki leiða til þess að Helga verði bannað að fjalla frekar um Samherja. „Hún [stjórnin] ætti að sjá sóma sinn í að draga gagnrýni sína til baka og einbeita sér að tilgangi félagsins,“ skrifar Guðni og vísar í lög Blaðamannfélagsins. „Samkvæmt lögum félagsins er tilgangur þess að gæta „faglegra og stéttarlegra hagsmuna félagsmanna í hvívetna“ (1.gr.). Einnig að „standa vörð um prent- og tjáningarfrelsi“ (1.2 b gr.) og að hafa „áhrif á opinbera stefnu og samfélagslega umræðuu um fjölmiðlun og tjáningarfrelsi“ (1.2 d). Síðast en ekki síst: „Að standa vörð um ritstjórnarlegt frelsi og sjálfstæði fjölmiðla“ (1.2 e),“ skrifar Guðni. „Kínamúr“ milli ritstjórnar og auglýsingadeildar Guðni segir að þegar hann hafi byrjað í blaðamennsku hafi hann lært að svokallaður „Kínamúr“ væri á milli ritstjórnar og auglýsingadeildar. Blaðamenn skiptu sér ekki af auglýsingum og skrifuðu ekki auglýsingaefni og öfugt. „Þessi regla hefur almennt gilt á ritstjórnum sem hafa einhvern metnað og sjálfsvirðingu. Telji menn að tilteknar auglýsingar séu meiðandi eða ósannar þá eru leiðir til að taka á því, t.d. fyrir dómstólum,“ skrifar Guðni. Þá gagnrýnir hann rekstrarskilyrði annarra fjölmiðla en Ríkisútvarpsins, sem „árlega fær hátt meðlag frá skattgreiðendum auk þess að vera fyrirferðarmikið á auglýsingamarkaði.“ „Aðrir útgefendur reiða sig að miklu leyti á auglýsingatekjur og sumir á áskriftartekjur að auki. Það að stéttarfélag blaðamanna skipti sér af tekjuöflun einstakra útgefenda er í mínum huga langt fyrir utan verksvið þess,“ skrifar Guðni. Ákvörðun BÍ um að fordæma birtingu Morgunblaðsins á auglýsingu samherja er meðal fyrstu verka Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns Ríkisútvarpsins, sem var á dögunum kjörin nýr formaður Blaðamannafélagsins.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Sjá meira
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00
Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent