10.000 boðaðir aukalega í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2021 19:00 Bólusetningar við Covid fara að stærstum hluta fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm 10.000 fleiri verða bólusettir með AstraZeneca þessa vikuna en til stóð. Leik- og grunnskólakennarar verða bólusettir með Jansen og nú er fólk boðað í bólusetningu út frá lyfjasögu. 10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira