Hægriöfgaflokkur gæti komist í oddastöðu í Madrid Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 11:13 Grímuklæddir kjósendur bíða fyrir utan kjörstað í Madrid í morgun. Eldri borgarar voru beðnir um að kjósa á tilteknum tíma í morgun. Vísir/EPA Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkurinn Vox verði í oddastöðu eftir héraðsþingskosningar í Madrid á Spáni í dag. Flestar kannanir benda til þess að Lýðflokkur núverandi forseta héraðsstjórnarinnar sem hefur amast gegn sóttvarnaraðgerðum landsstjórnarinnar fái flest atkvæði. Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnarinnar, boðaði til kosninganna eftir að samsteypustjórn mið- og hægriflokka liðaðist í sundur. Hún hefur markað sér sérstöðu með því að leggjast gegn ströngum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og gagnrýna aðgerðir miðvinstristjórnar Sósíalistaflokksins. Forsetinn hefur þannig haldið veitingahúsum, börum, söfnum og tónleikastöðum opnum í sjálfstjórnarhéraðinu. Í þakkarskyni hafa margir veitingastaðir nefnt rétti og matseðla til heiðurs Díaz Ayuso. Madrid var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í heiminum í upphafi hans síðasta vor. Þrátt fyrir að þar búi 14% af íbúum Spánar hafa um 20% kórónuveirusmita og dauðsfalla átt sér stað þar. Kosningabaráttan hefur verið ein sú harðasta á seinni tímum á Spáni og hafa frambjóðendur skipst á gífuryrðum hver um annan, að sögn spænska dagblaðsins El País. Díaz Ayuso hefur lýst kosningunum í ár sem vali á milli „frelsis“ annars vegar og „kommúnisma“ hins vegar. AP-fréttastofan segir að sumar skoðanakannanir bendi til þess að Lýðflokkur Díaz Ayuso gæti náð hreinum meirihluta en flestar þeirra sýni flokkinn með rúmlega 40% atkvæða. Gangi það eftir fengi Lýðflokkurinn um tvöfalt fleiri héraðsþingmenn nú en árið 2019. Líklegast sé að öfgahægriflokkurinn Vox yrði þá í oddastöðu eftir kosningarnar þrátt fyrir að Díaz Ayuso hafi laðað að sér fólk sem hefur kosið flokkinn í undanförnum kosningum. Ólíklegra er talið að flokkar af miðjunni og vinstri vængnum vinni meirihluta í kosningunum. Pablo Iglesias, leiðtogi vinstriflokksins Sameinaðar getum við, lét af ráðherraembætti í landsstjórninni til að bjóða sig fram í héraðskosningunum í Madrid. Andstaða Díaz Ayuso við sóttvarnaaðgerðir hefur aflað henni vinsælda hjá eigendum veitingastaðar í Madrid. Á myndinni af henni í glugga þessa veitingastaðar stendur: „Við erum öll Ayuso. Takk fyrir að passa upp á okkur!“.AP/Bernat Armangue Samstarfsflokkurinn gæti þurrkast út Fram að þessu hefur Lýðflokkurinn, stærsti hægriflokkur Spánar, undir stjórn Pablo Casado reynt að fjarlægja sig öfgahægri þjóðernishyggju Vox. Fari sem horfi gæti Díaz Ayuso aftur á móti þurft að reiða sig á stuðning flokksins til þess að mynda héraðsstjórn. Vox varði héraðsstjórn Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna falli en átti ekki sæti í stjórninni eftir síðustu kosningarnar árið 2019. Díaz Ayuso sleit samstarfi við Borgarana og boðaði til nýrra kosninga eftir að Borgararnir tóku höndum saman við Sósíalistaflokkinn um að leggja fram vantrauststillögur gegn stjórn Lýðflokksins í Murcia-héraði fyrr á þessu ári. Reuters-fréttastofan segir nú útlit fyrir að Borgararnir þurrkist út í héraðsþingskosningunum í Madrid. Sósíalistaflokkurinn, sem stýrir landinu í samstarfi við Sameinaðar getum við, sér fram á missa helming þingflokks síns á héraðsþinginu. Saman virðast vinstri flokkarnir aðeins ætla að ná um 64 af 136 sætum þar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox í Madrid, greiddi atkvæði í morgun. Hún gæti haft örlög héraðsstjórnarinnar í höndum sér þegar úrslitin liggja fyrir.Vísir/EPA Langar raðir og sérstakar ráðstafanir Kosningarnar í dag fara fram með nokkuð óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að staðartíma og þurfa kjósendur að vera með tvær grímur og gæta að fjarlægðarmörkum. Aðskildir inn- og útgangar eru á kjörstöðum og plastskermar verja starfsmenn kjörstjórnar. Eldra fólk var hvatt til þess að greiða atkvæði á tveggja klukkustunda tímabili um miðjan morgun. Fólk sem er í sóttkví vegna Covid-19 á að koma á kjörstað síðustu klukkustundina sem þeir eru opnir. El País segir að langar raðir hafi myndast við kjörstaði í morgun. Kjörstöðum verður lokað klukkan átta í kvöld að staðartíma en héraðsstjórnin hefur þegar sagt að allir þeir sem eru mættir í röð fyrir þann tíma fái að greiða atkvæði. Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Isabel Díaz Ayuso, forseti héraðsstjórnarinnar, boðaði til kosninganna eftir að samsteypustjórn mið- og hægriflokka liðaðist í sundur. Hún hefur markað sér sérstöðu með því að leggjast gegn ströngum sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins og gagnrýna aðgerðir miðvinstristjórnar Sósíalistaflokksins. Forsetinn hefur þannig haldið veitingahúsum, börum, söfnum og tónleikastöðum opnum í sjálfstjórnarhéraðinu. Í þakkarskyni hafa margir veitingastaðir nefnt rétti og matseðla til heiðurs Díaz Ayuso. Madrid var einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í heiminum í upphafi hans síðasta vor. Þrátt fyrir að þar búi 14% af íbúum Spánar hafa um 20% kórónuveirusmita og dauðsfalla átt sér stað þar. Kosningabaráttan hefur verið ein sú harðasta á seinni tímum á Spáni og hafa frambjóðendur skipst á gífuryrðum hver um annan, að sögn spænska dagblaðsins El País. Díaz Ayuso hefur lýst kosningunum í ár sem vali á milli „frelsis“ annars vegar og „kommúnisma“ hins vegar. AP-fréttastofan segir að sumar skoðanakannanir bendi til þess að Lýðflokkur Díaz Ayuso gæti náð hreinum meirihluta en flestar þeirra sýni flokkinn með rúmlega 40% atkvæða. Gangi það eftir fengi Lýðflokkurinn um tvöfalt fleiri héraðsþingmenn nú en árið 2019. Líklegast sé að öfgahægriflokkurinn Vox yrði þá í oddastöðu eftir kosningarnar þrátt fyrir að Díaz Ayuso hafi laðað að sér fólk sem hefur kosið flokkinn í undanförnum kosningum. Ólíklegra er talið að flokkar af miðjunni og vinstri vængnum vinni meirihluta í kosningunum. Pablo Iglesias, leiðtogi vinstriflokksins Sameinaðar getum við, lét af ráðherraembætti í landsstjórninni til að bjóða sig fram í héraðskosningunum í Madrid. Andstaða Díaz Ayuso við sóttvarnaaðgerðir hefur aflað henni vinsælda hjá eigendum veitingastaðar í Madrid. Á myndinni af henni í glugga þessa veitingastaðar stendur: „Við erum öll Ayuso. Takk fyrir að passa upp á okkur!“.AP/Bernat Armangue Samstarfsflokkurinn gæti þurrkast út Fram að þessu hefur Lýðflokkurinn, stærsti hægriflokkur Spánar, undir stjórn Pablo Casado reynt að fjarlægja sig öfgahægri þjóðernishyggju Vox. Fari sem horfi gæti Díaz Ayuso aftur á móti þurft að reiða sig á stuðning flokksins til þess að mynda héraðsstjórn. Vox varði héraðsstjórn Lýðflokksins og miðhægriflokksins Borgaranna falli en átti ekki sæti í stjórninni eftir síðustu kosningarnar árið 2019. Díaz Ayuso sleit samstarfi við Borgarana og boðaði til nýrra kosninga eftir að Borgararnir tóku höndum saman við Sósíalistaflokkinn um að leggja fram vantrauststillögur gegn stjórn Lýðflokksins í Murcia-héraði fyrr á þessu ári. Reuters-fréttastofan segir nú útlit fyrir að Borgararnir þurrkist út í héraðsþingskosningunum í Madrid. Sósíalistaflokkurinn, sem stýrir landinu í samstarfi við Sameinaðar getum við, sér fram á missa helming þingflokks síns á héraðsþinginu. Saman virðast vinstri flokkarnir aðeins ætla að ná um 64 af 136 sætum þar. Rocío Monasterio, leiðtogi Vox í Madrid, greiddi atkvæði í morgun. Hún gæti haft örlög héraðsstjórnarinnar í höndum sér þegar úrslitin liggja fyrir.Vísir/EPA Langar raðir og sérstakar ráðstafanir Kosningarnar í dag fara fram með nokkuð óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan níu að staðartíma og þurfa kjósendur að vera með tvær grímur og gæta að fjarlægðarmörkum. Aðskildir inn- og útgangar eru á kjörstöðum og plastskermar verja starfsmenn kjörstjórnar. Eldra fólk var hvatt til þess að greiða atkvæði á tveggja klukkustunda tímabili um miðjan morgun. Fólk sem er í sóttkví vegna Covid-19 á að koma á kjörstað síðustu klukkustundina sem þeir eru opnir. El País segir að langar raðir hafi myndast við kjörstaði í morgun. Kjörstöðum verður lokað klukkan átta í kvöld að staðartíma en héraðsstjórnin hefur þegar sagt að allir þeir sem eru mættir í röð fyrir þann tíma fái að greiða atkvæði.
Spánn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Ráðherra fékk hníf með rauðum slettum í pósti Ferðamálaráðherra Spánar fékk hníf með rauðum slettum sendan í pósti en nokkrir stjórnmála- og embættismenn hafa fengið líflátshótanir undanfarna daga. Stjórnmálaflokkar af öllu pólitíska litrófinu hafa fordæmt hótanirnar sem eru til rannsóknar lögreglu. 26. apríl 2021 15:45