„Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2021 21:45 Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, horfði upp á lið sitt molna niður gegn Breiðabliki í kvöld. vísir/bára „Þetta var slæmt tap en líklegast lærdómsríkt. Við gerðum ansi mörg mistök sem að maður vill ekki sjá,“ sagði Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis, eftir ótrúlegt 9-0 tap liðsins gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Breiðablik komst í 3-0 í fyrri hálfleik og bætti svo við sex mörkum í seinni hálfleiknum án þess að Fylkir skapaði sér almennilegt færi. „Fyrsta markinu var ég svekktur yfir, sem kom eftir hratt innkast þar sem við vorum ekki einbeitt. Heppnismark númer tvö hjá þeim, og mark þrjú hefðum við alveg getað komið í veg fyrir. Við ætluðum að girða okkur í brók í hálfleik og gera betur en misstum allan takt,“ sagði Kjartan, bersýnilega svekktur yfir frammistöðu sinna kvenna: „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum hér á hliðarlínunni og við lærum af þessu – ég ætla að vona það,“ sagði Kjartan. Fylkisliðið reyndi að spila boltanum út úr öftustu línu og virtist ætla að fella hið vel spilandi lið Íslandsmeistaranna á eigin bragði, með geigvænlegum afleiðingum. „Ef að þú ætlar að fara í Blika til að vinna þá þá getur þú gert það á tvennan hátt. Annað hvort með því að pakka í vörn og gefa langar sendingar fram, eða reyna að gera það með þeirra tegund af fótbolta. Okkur langaði að gera það hér á þessum velli. Það fór illa, en þetta eru flottar stelpur og gott lið, og ég hef trú á að við stöndum sterkar í næsta leik,“ sagði Kjartan. „Þetta er ungt lið sem gerði svolítið af mistökum í dag. Mistök eru til að læra af. Við gerðum allar mistök í leiknum. Þær eru allar í þessu til að verða betri. Við vorum vissulega að spila við Íslandsmeistarana og þær voru góðar í dag og skoruðu glæsileg mörk. Þær sýndu akkúrat hvað þær eru góðar og við þurfum bara að læra af þessu,“ sagði Kjartan. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira
Breiðablik komst í 3-0 í fyrri hálfleik og bætti svo við sex mörkum í seinni hálfleiknum án þess að Fylkir skapaði sér almennilegt færi. „Fyrsta markinu var ég svekktur yfir, sem kom eftir hratt innkast þar sem við vorum ekki einbeitt. Heppnismark númer tvö hjá þeim, og mark þrjú hefðum við alveg getað komið í veg fyrir. Við ætluðum að girða okkur í brók í hálfleik og gera betur en misstum allan takt,“ sagði Kjartan, bersýnilega svekktur yfir frammistöðu sinna kvenna: „Þær fóru ekki eftir neinum fyrirmælum hér á hliðarlínunni og við lærum af þessu – ég ætla að vona það,“ sagði Kjartan. Fylkisliðið reyndi að spila boltanum út úr öftustu línu og virtist ætla að fella hið vel spilandi lið Íslandsmeistaranna á eigin bragði, með geigvænlegum afleiðingum. „Ef að þú ætlar að fara í Blika til að vinna þá þá getur þú gert það á tvennan hátt. Annað hvort með því að pakka í vörn og gefa langar sendingar fram, eða reyna að gera það með þeirra tegund af fótbolta. Okkur langaði að gera það hér á þessum velli. Það fór illa, en þetta eru flottar stelpur og gott lið, og ég hef trú á að við stöndum sterkar í næsta leik,“ sagði Kjartan. „Þetta er ungt lið sem gerði svolítið af mistökum í dag. Mistök eru til að læra af. Við gerðum allar mistök í leiknum. Þær eru allar í þessu til að verða betri. Við vorum vissulega að spila við Íslandsmeistarana og þær voru góðar í dag og skoruðu glæsileg mörk. Þær sýndu akkúrat hvað þær eru góðar og við þurfum bara að læra af þessu,“ sagði Kjartan.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Sjá meira