„Finnst við enn eiga fullt inni“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2021 22:15 Valskonur hafa orðið deildarmeistarar þrjú ár í röð. vísir/sigurjón Helena Sverrisdóttir var hin kátasta þegar hún mætti í viðtal eftir að Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Domino‘s deild kvenna með öruggum sigri á Snæfelli, 86-62. „Það er oft talað um að þetta sé sá titill sem tekur lengstan tíma að vinna. Það er gaman að vera búnar að tryggja hann,“ sagði Helena við Vísi eftir leik. Valur er með sex stiga forskot á toppi Domino‘s deildarinnar og hefur unnið sex leiki í röð. Valskonur eru því vel að deildarmeistaratitlinum komnar. „Það hlýtur að vera því við enduðum á toppnum,“ sagði Helena sposk. „Það hefur verið mikið um meiðsli hjá okkur en við höfum haldið dampi og núna eru vonandi allar heilar og maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni,“ sagði Helena sem var notuð sparlega í leiknum í kvöld. Hún spilaði tæpar sautján mínútur og skoraði á þeim ellefu stig og tók átta fráköst. Helena er bjartsýn að Valskonur séu að toppa á réttum tíma en úrslitakeppnin er handan við hornið. „Já, en mér finnst við enn eiga fullt inni sem er jákvætt. Við erum alltaf að bæta hitt og þetta og mér finnst við enn eiga eftir að taka leik þar sem við spilum vel allan tímann,“ sagði Helena en Valur mætir Keflavík, liðinu í 2. sæti, í lokaumferð Domino's deildarinnar á laugardaginn. Helena segir að deildarmeistaratitilinn sé ekki síðasti titilinn sem Valskonur ætli að vinna á þessu tímabili. „Maður veit ekkert hvað verður með bikarinn en við horfum á þann stóra og vonumst til að geta tekið hann,“ sagði Helena. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna Valur Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
„Það er oft talað um að þetta sé sá titill sem tekur lengstan tíma að vinna. Það er gaman að vera búnar að tryggja hann,“ sagði Helena við Vísi eftir leik. Valur er með sex stiga forskot á toppi Domino‘s deildarinnar og hefur unnið sex leiki í röð. Valskonur eru því vel að deildarmeistaratitlinum komnar. „Það hlýtur að vera því við enduðum á toppnum,“ sagði Helena sposk. „Það hefur verið mikið um meiðsli hjá okkur en við höfum haldið dampi og núna eru vonandi allar heilar og maður er orðinn spenntur fyrir úrslitakeppninni,“ sagði Helena sem var notuð sparlega í leiknum í kvöld. Hún spilaði tæpar sautján mínútur og skoraði á þeim ellefu stig og tók átta fráköst. Helena er bjartsýn að Valskonur séu að toppa á réttum tíma en úrslitakeppnin er handan við hornið. „Já, en mér finnst við enn eiga fullt inni sem er jákvætt. Við erum alltaf að bæta hitt og þetta og mér finnst við enn eiga eftir að taka leik þar sem við spilum vel allan tímann,“ sagði Helena en Valur mætir Keflavík, liðinu í 2. sæti, í lokaumferð Domino's deildarinnar á laugardaginn. Helena segir að deildarmeistaratitilinn sé ekki síðasti titilinn sem Valskonur ætli að vinna á þessu tímabili. „Maður veit ekkert hvað verður með bikarinn en við horfum á þann stóra og vonumst til að geta tekið hann,“ sagði Helena. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna Valur Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum