Segjum upp hörmungarsamningnum! Guttormur Þorsteinsson skrifar 5. maí 2021 08:01 Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Hernaður Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Í dag, 5. maí, eru 70 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna var undirritaður í byrjun kalda stríðsins. Þá fuku þeir fyrirvarar sem íslensk stjórnvöld settu við inngönguna í Nató tveimur árum áður um að hér yrði ekki her á friðartímum. Í kjölfarið var sett á fót herstöð í Keflavík og Bandaríkjaher átti eftir að hafa fasta viðveru þar til ársins 2006. Íslensk stjórnvöld settu ákvæði um að samráð yrði haft um stærð þess herafla en þau voru upphaflega voru hugsuð til að hafa hemil á honum. Þegar Kalda stríðinu lauk og Bandaríkjaher missti áhugann á Íslandi var dregið úr umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Íslensk stjórnvöld reyndu þá að beita þessum ákvæðum um samráð til þess að framlengja hersetuna á einhverju mesta niðurlægingarskeiði íslenskrar utanríkisstefnu. Stuðningur Íslands við Íraksstríðið, versta og afdrifaríkasta árásarstríð 21. aldarinnar keypti einungis nokkur misseri af áframhaldandi hersetu. Davíð Oddsson hótaði að segja upp samningnum ef herinn færi en þegar á reyndi voru þær hótanir marklausar og samningsstaða Íslands eftir það engin. Inn um bakdyrnar En þó að herinn hafi átt að heita farinn hélt hann eftir aðstöðu hér og heimildum til að nýta hana ef honum svo sýndist. Síðasta áratug hefur herinn aftur verið að hreiðra um sig og nú án íþyngjandi kvaða um svo og svo mikinn viðbúnað í þágu ætlaðra íslenskra hagsmuna eins og var fyrir 2006. Þetta sjálfdæmi bandarískra stjórnvalda til að halda hér her og byggja upp aðstöðu var staðfest með viðauka við varnarsamninginn sem Lilja Alfreðsdóttir skrifaði undir sem utanríkisráðherra 2016. Þetta er sérstaklega varhugavert nú þegar Bandarísk hernaðaryfirvöld eru aftur farin að vekja máls á hernaðarlegu mikilvægi norðurslóða. Bandarískir flotaforingjar eru farnir að tala um herskipahafnir og nýleg stækkun öryggissvæðis við Langanes og hugmyndir um herskipahöfn í Helguvík eru uggvænlegur fyrirboði um að stjórnvöld hér séu til í að spila með. Í þessari myrku framtíðarsýn dregst Ísland inn í nýtt kalt stríð um skipaleiðir og hráefni á bráðnandi norðurheimskauti með tilheyrandi umferð kjarnorkukafbáta og herskipa. Þetta er þvert á íslenska hagsmuni sem hljóta að felast í samstarfi og friðsamlegri nýtingu auðlinda á norðurslóðum og því að stemma stigu við þeirri hamfarahlýnun sem þyrfti til að þessar hugmyndir yrðu að veruleika. Þær ógnir sem helst steðja að Íslendingum eru einmitt ekki hernaðarlegar eins og yfirvofandi heimsfaraldur og eldsumbrot á Reykjanesskaga sýna vel. Eftir 70 ár er löngu kominn tími til þess að við segjum upp þessum ójafna samningi. Íslenskir öryggishagsmunir eru ekki þeir sömu og hagsmunir Bandaríska hersins og það er engin ástæða fyrir friðsama og herlausa þjóð til að útvega fjarlægu stórveldi aðstöðu til hernaðarbrölts. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun