„Þetta er margs konar klúður“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 18:26 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/Vilhelm Sérfræðingar sem komu fyrir velferðarnefnd í morgun lýstu yfir áhyggjum af stöðu skimana fyrir leghálskrabbameini, að sögn nefndarformanns. Hún segir breytingar á þjónustunni klúður sem stefni heilsu kvenna í hættu. Þingmenn ráku í dag á eftir skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala. Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Alþingi samþykkti í byrjun mars skýrslubeiðni til heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir að greint verði frá öllum forsendum að baki þeirri ákvörðun að flytja greiningar á sýnum til Danmerkur. Í dag steig hver þingmaðurinn á fætur öðrum í pontu og bað forseta Alþingis um kanna hvernig vinnu miðar. „Ég hefði haldið að þessa skýrslu hefði bara verið hægt að prenta út. Vegna þess að þessar upplýsingar hefðu legið fyrir til grundvallar þessari vegferð. Það var aldeilis ekki svo,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í dag. Ráðherra hefur lögum samkvæmt tíu vikna frest en þingmenn eru óþreyjufullir nú þegar níu vikur eru liðnar þar sem óskað var eftir samráði við þingflokka um að óháður aðili yrði fenginn til skýrslugerðar. Það hafi ekki gerst. „Maður upplifir að það er óöryggi meðal kvenna með algjöra grundvallar heilbrigðisþjónustu. Okkur fannst mikilvægt að það yrði fenginn óháður aðili til að rýna forsendurnar og gögnin til þess að vinnan væri líkleg til þess að skapa traust aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm „Við þekkjum öll aðdraganda þessara breytinga; algjör skortur á kynningu og svo þessi sterku viðbrögð frá læknum og konum, sem kallar á að það þurfi að skoða hvað bjó þarna að baki.“ Að sögn heilbrigðisráðherra stendur vinna við skýrsluna yfir innan ráðuneytisins. Fjallað var um breytingar á fyrirkomulagi skimana í velferðarnefnd í morgun og nefndarformaður segir fjölmarga gesti sem komu fyrir nefndina hafa lýst yfir áhyggjum af stöðunni. „Allir gestir sem komu fyrir nefndina gerðu það. Bæði inni á Landspítala og sjálfstætt starfandi. Allt sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu sem voru að lýsa yfir áhyggjum,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Þeir hafi kvartað undan lélegu upplýsingaflæði fra Danmörku og seinagangi. „Í dag held ég að við séum komin með vandann það mikið í fangið að það er ekki hægt að bíða eftir niðurstöðu skýrslu með aðgerðir. Ég held að heilbrigðisráðherra verði bara að taka ákvörðun um að þetta var ekki góð hugmynd og að við skulum framkvæma þessar rannsóknir hér á Íslandi,“ segir Helga Vala. „Öryggi kvenna er í hættu. Þeirra heilsa og öryggi er í hættu út af þessu klúðri.“ Er það eitthvað sem sérfræðingar eru að segja ? „Já, alveg klárlega. Vegna þess að eftir því sem biðin er lengri eftir niðurstöðu þeim mun meiri hætta er á að krabbamein nái að þróast. Svo auka þessar tilfærslur hættuna á að það verði klúður í skráningunni og það sé ekki hægt að rekja hver eigi hvaða sýni. Að það séu rangar upplýsingar sem berist jafnvel til kvenna. Þetta er margs konar klúður,“ segir Helga Vala.
Skimun fyrir krabbameini Alþingi Heilbrigðismál Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira