Barist á mörgum stöðum í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2021 12:02 ÍR og Þór Akureyri geta bæði tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en þau geta líka fallið úr deildinni. Ivan Aurrecoechea og Everage Lee Richardson teygja sig hér í boltann í leik liðanna í vetur. Vísir/Vilhelm Á næstu fimm dögum munu fara fram síðustu tvær umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta og það er óhætt að segja að það sé spenna í loftinu. Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Keflvíkingar hafa fyrir löngu tryggt sér deildarmeistaratitilinn en það er samt nóg eftir á öðrum vígvöllum í deildinni. Baráttan um heimavallarréttinn, sæti í úrslitakeppninni og að bjarga sér frá falli. Spennan er það mikil að það má búast við því að stærðfræðin verði í aðalhlutverki. Liðin eru því á sama tíma að forðast fall og að reyna að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Þá gæti það haft mikil áhrif á röð liða hvaða lið enda með jafnmörg stig þar sem innbyrðis leikir ráða röð lið ef þau eru með jafnmörg stig. Hér fyrir neðan er stutt yfirlit yfir vígvellina í æsispennandi lokaumferðum Domino´s deildar karla Deildarmeistarartitillinn: Búið. Keflavík tryggði sér titilinn þegar þrjár umferðir voru eftir. 1. Keflavík 36 stig 2. Þór Þorlákshöfn 28 stig 3. Stjarnan 26 stig Baráttan um annað sætið: Þór Þorlákshöfn og Stjarnan eiga möguleika á öðru sætinu en Þórsarar eru með tveggja stiga forskot og betri innbyrðis stöðu og Stjarnan þarf því að vinna báða sína leiki á meðan Þórsliðið tapar báðum sínum. Þór tryggir sér annað sætið með einum sigri í viðbót eða ef Stjarnan tapar einum leik. 4. Valur 22 stig 5. KR 20 stig 6. Grindavík 20 stig 7. Tindastóll 18 stig Baráttan um heimavallarréttinn: Valur er með tveggja stiga forskot á KR og Grindavík. Valsmenn eru með betri innbyrðis stöðu á móti KR en mæta síðan Grindavík í lokaumferðinni. Það gæti orðið úrslitaleikur um heimavallarréttinn. Grindavík býr að því að liðið vann fyrri leikinn á móti Val. KR er aftur á móti betri innbyrðis á móti Grindavík. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni: KR og Grindavík ættu að vera nokkuð örugg í úrslitakeppnina en tölfræðilega geta þau samt setið eftir. Tindastólsliðið er líka í ágætri stöðu en á eftir tvo mjög erfiða leiki á móti Stjörnunni og Grindavík á útivelli. Það eiga hins vegar mörg önnur lið möguleika á sæti í úrslitakeppninni falli úrslitin með þeim og hér lítur út fyrir að staðan gæti orðið mjög flókin þar ef innbyrðis árangur milli margra liða í einu þurfi að ráða sæti liðanna. 8. Þór Akureyri 16 stig 9. ÍR 16 stig 10. Njarðvík 14 stig 11. Höttur 12 stig 12. Haukar 12 stig Fallbaráttan: Liðin sem eru í baráttunni um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina eins og Þór Akureyri og ÍR þurfa líka passa sig á því að þau geta fallið ef allt fer á versta veg. Njarðvíkingar mega ekki vera jafnir Hetti eða Haukum því þeir töpuðu öllum fjórum leikjunum á móti þeim í vetur. Njarðvík er aftur á móti með betri innbyrðis stöðu á móti Þór Ak. og á síðan eftir að spila við ÍR sem liðið vann með sextán stigum í fyrri leik liðanna. Eitt lið gæti fallið strax í kvöld því liðið sem tapar í leik Hauka og Hattar fellur úr deildinni ef Njarðvík vinnur ÍR seinna um kvöldið. Báðir þessir leikir eru sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikur Hauka og Hattar hefst klukkan 18.15 og leikur ÍR og Njarðvíkur hefst klukkan 20.15. Þeir er í beinni á Stöð 2 Sport og Domino´s Tilþrifin eru síðan strax á eftir. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum