Tímabilið undir hjá Arsenal sem þarf að fella þann sigursælasta Sindri Sverrisson skrifar 6. maí 2021 13:30 Bukayo Saka gaf Arsenal góða von um að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þegar hann krækti í vítaspyrnu á Spáni fyrir viku. Getty/David S. Bustamante Á meðan að Manchester United virðist eiga sigurinn vísan í einvígi sínu við Roma er mikil spenna í undanúrslitarimmu Arsenal og Villarreal þar sem úrslitin ráðast í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta. Arsenal þarf að gera nokkuð sem engu liði hefur tekist í vetur. Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Í kvöld verður ljóst hvaða lið leika til úrslita í keppninni í Gdansk 26. maí. Liðið sem vinnur keppnina fær sæti í Meistaradeild Evrópu í vetur – eitthvað sem Arsenal og Villarreal eiga ekki möguleika á að fá í gegnum sæti í ensku og spænsku deildinni. Villarreal vann fyrri leikinn við Arsenal 2-1 og hefur ekki tapað einum einasta leik í Evrópudeildinni í vetur. Raunar hefur Villarreal unnið tólf af þrettán leikjum sínum í keppninni og aðeins gert eitt jafntefli. Villarreal leikur líka undir stjórn mannsins sem virðist kunna betur en allir aðrir að ná árangri í Evrópudeildinni. Unai Emery vann keppnina þrjú ár í röð sem þjálfari Sevilla, á árunum 2014-2016, og á þeim átján mánuðum sem hann þjálfaði Arsenal fór hann með liðið í úrslitaleik keppninnar, þar sem það tapaði hins vegar 4-1 fyrir Chelsea. Emery er eini þjálfarinn sem unnið hefur Evrópudeildina oftar en tvisvar sinnum. Í vetur hefur hann stýrt Villarreal til útisigra í Salzburg, Kænugarði, Zagreb, án þess að liðið fái á sig mark. Arsenal verður hins vegar að skora í Lundúnum í kvöld til að geta komist áfram. Bukayo Saka á heiðurinn að því að Arsenal er vel inni í einvíginu þrátt fyrir 2-1 tap á Spáni fyrir viku. Saka fiskaði vítaspyrnu, þegar Arsenal var manni færra og 2-0 undir, og úr henni skoraði Nicolas Pépé dýrmætt útivallarmark. Dani Ceballos verður ekki með Arsenal í kvöld vegna rauða spjaldsins, rétt eins og Etienne Capoue úr Villarreal sem var rekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok. Arsenal er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og virðist ekki eiga raunhæfa möguleika á að komast í Evrópukeppni í gegnum stöðu sína þar. Sigur í kvöld, og í úrslitaleiknum í Gdansk, yrði félaginu því óhemju dýrmætur. Leikur Arsenal og Villarreal er á Stöð 2 Sport 2 og leikur Roma og Manchester United á Stöð 2 Sport 3. Báðir leikir hefjast kl. 19. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira