Brottreksturinn grátbroslegur nú þegar leyfa á heimaslátrun: „Óska engum þess að fara í gegnum þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 9. maí 2021 20:01 Sveinn Margeirsson segir að ferill málsins hafi opinberað stóra galla í matvælaeftirlitskerfi Íslands. Samsett Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps og fyrrverandi forstjóri Matís, fagnar því að loks standi til að leyfa bændum að slátra sauðfé og geitum á búum sínum og dreifa á markaði. Sala á heimaslátruðu kjöti hefur lengi verið þyrnir í augum yfirvalda og er óhætt að segja að Sveinn hafi fundið það á eigin skinni. Hann var ákærður árið 2019 fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað á bænum Birkihlíð í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Tengdist slátrunin tilraunaverkefni sem átti meðal annars að kanna hvort gæði lambakjöts úr heimaslátrun og sláturhúsi væru sambærileg. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra í október á síðasta ári. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun (MAST) fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Dómi héraðsdóms var ekki áfrýjað og hefur Sveinn farið fram á afsökunarbeiðni af hálfu Hákons Stefánssonar, núverandi stjórnarformanns Matís. Berist hún ekki segir hann það koma sterklega til greina að höfða skaðabótamál. Erfitt fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að eiga við eftirlitskerfið Sveinn viðurkennir að brottrekstur hans verði að teljast frekar grátbrotlegur nú þegar útlit er fyrir að heimaslátrun verði loks leyfð næsta haust. „Ég fagna þessu, það er engin spurning um það. Ég verð að fá að hrósa ráðherra fyrir það sem hann hefur gert í þessu máli. Mér finnst hins vegar á margan hátt að málið opinberi hegðun tiltekinna starfsmanna eftirlitskerfisins sem er fyrir neðan allar hellur satt best að segja.“ Vísar hann þar meðal annars til ákærunnar á hendur sér og segir að menn hafi reglulega hlaupið á sig í þessu ferli. Hann bætir við að ferlið hafi opinberað stóra galla í matvælaeftirlitskerfi Íslands að fólkið innan þess kerfis þurfi að svara fyrir sín mistök. Á dögunum var gengið frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum kleift að slátra og markaðssetja vöru sína sjálfir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á von á því að þetta muni þeir geta gert strax í haust ef áætlanir ganga eftir.Vísir/vilhelm Héraðsdómur komst í sýknun sinni að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir, sem Sveinn var ákærður fyrir að brjóta, tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða. Því hafi meint brot Sveins ekki verið refsivert samkvæmt lögum. „Í raun og veru finnst mér hroki dálítið einkenna framgöngu sumra starfsmanna Matvælastofnunar í þessu máli. Það er greinilega búið að vera ströggl af hálfu ráðherra að eiga við þessa hagsmuni sem liggja hjá eftirlitskerfinu,“ segir Sveinn. Sáttur við hvar hann er í dag Sveinn telur að áðurnefnt tilraunaverkefni Matís og sú vegferð sem hún og MAST hafi leitt hann í hafi átt þátt í því að loks standi til að leyfa sölu á heimaslátruðu kjöti. „Ég óska engum þess að fara í gegnum þetta ferli sem ég hef upplifað en í dag er ég sveitarstjóri í Skútustaðahreppi og finnst það starf mjög skemmtilegt og gefandi og gaman að sjá kraftinn í bændum verandi í nærsamfélagi landbúnaðarins. Svo þegar öllu er á botninn hvolft þá í raun og veru er ég bara mjög sáttur við hvar ég stend í dag en það er búið að vera gríðarlega mikil vinna sem hefur fylgt því.“ Námafjall og Hverarönd eru meðal fjölmargra náttúruperlna í Skútustaðahreppi þar sem Sveinn er nú sveitarstjóri.Vísir/vilhelm Að lokum vill Sveinn hvetja bændur til að nýta þetta tækifæri til að auka nýsköpun og verðmæti framleiðslu sinnar. „Það er auðvitað algjörlega ljóst að sauðfjárrækt er ákveðinn hornsteinn í byggðum landsins víða um land og menn þurfa auðvitað að sýna hvað í þeim býr.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Skútustaðahreppur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður fyrir að hafa brotið lög um slátrun. 28. október 2019 15:55 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Sala á heimaslátruðu kjöti hefur lengi verið þyrnir í augum yfirvalda og er óhætt að segja að Sveinn hafi fundið það á eigin skinni. Hann var ákærður árið 2019 fyrir brot á lögum um slátrun og sláturaðferðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað var utan löggilts sláturhúss á bændamarkaði í Skagafirði. Á markaðnum var meðal annars selt kjöt af lömbum sem hafði verið slátrað á bænum Birkihlíð í samræmi við verklag sem Matís hafði lagt til. Tengdist slátrunin tilraunaverkefni sem átti meðal annars að kanna hvort gæði lambakjöts úr heimaslátrun og sláturhúsi væru sambærileg. Sveinn neitaði sök í málinu og var sýknaður af ákærunni í Héraðsdómi Norðurlands vestra í október á síðasta ári. Hann hafði þá verið rekinn frá Matís árið 2018, þremur vikum eftir að Matvælastofnun (MAST) fór þess á leit við lögreglu að rannsókn yrði hafin á málinu. Dómi héraðsdóms var ekki áfrýjað og hefur Sveinn farið fram á afsökunarbeiðni af hálfu Hákons Stefánssonar, núverandi stjórnarformanns Matís. Berist hún ekki segir hann það koma sterklega til greina að höfða skaðabótamál. Erfitt fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að eiga við eftirlitskerfið Sveinn viðurkennir að brottrekstur hans verði að teljast frekar grátbrotlegur nú þegar útlit er fyrir að heimaslátrun verði loks leyfð næsta haust. „Ég fagna þessu, það er engin spurning um það. Ég verð að fá að hrósa ráðherra fyrir það sem hann hefur gert í þessu máli. Mér finnst hins vegar á margan hátt að málið opinberi hegðun tiltekinna starfsmanna eftirlitskerfisins sem er fyrir neðan allar hellur satt best að segja.“ Vísar hann þar meðal annars til ákærunnar á hendur sér og segir að menn hafi reglulega hlaupið á sig í þessu ferli. Hann bætir við að ferlið hafi opinberað stóra galla í matvælaeftirlitskerfi Íslands að fólkið innan þess kerfis þurfi að svara fyrir sín mistök. Á dögunum var gengið frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum kleift að slátra og markaðssetja vöru sína sjálfir. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á von á því að þetta muni þeir geta gert strax í haust ef áætlanir ganga eftir.Vísir/vilhelm Héraðsdómur komst í sýknun sinni að þeirri niðurstöðu að ákvæði laga um slátrun og sláturafurðir, sem Sveinn var ákærður fyrir að brjóta, tæki einungis til slátrunar gripa en ekki til sölu eða dreifingar sláturafurða. Því hafi meint brot Sveins ekki verið refsivert samkvæmt lögum. „Í raun og veru finnst mér hroki dálítið einkenna framgöngu sumra starfsmanna Matvælastofnunar í þessu máli. Það er greinilega búið að vera ströggl af hálfu ráðherra að eiga við þessa hagsmuni sem liggja hjá eftirlitskerfinu,“ segir Sveinn. Sáttur við hvar hann er í dag Sveinn telur að áðurnefnt tilraunaverkefni Matís og sú vegferð sem hún og MAST hafi leitt hann í hafi átt þátt í því að loks standi til að leyfa sölu á heimaslátruðu kjöti. „Ég óska engum þess að fara í gegnum þetta ferli sem ég hef upplifað en í dag er ég sveitarstjóri í Skútustaðahreppi og finnst það starf mjög skemmtilegt og gefandi og gaman að sjá kraftinn í bændum verandi í nærsamfélagi landbúnaðarins. Svo þegar öllu er á botninn hvolft þá í raun og veru er ég bara mjög sáttur við hvar ég stend í dag en það er búið að vera gríðarlega mikil vinna sem hefur fylgt því.“ Námafjall og Hverarönd eru meðal fjölmargra náttúruperlna í Skútustaðahreppi þar sem Sveinn er nú sveitarstjóri.Vísir/vilhelm Að lokum vill Sveinn hvetja bændur til að nýta þetta tækifæri til að auka nýsköpun og verðmæti framleiðslu sinnar. „Það er auðvitað algjörlega ljóst að sauðfjárrækt er ákveðinn hornsteinn í byggðum landsins víða um land og menn þurfa auðvitað að sýna hvað í þeim býr.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Skútustaðahreppur Matvælaframleiðsla Landbúnaður Dómsmál Tengdar fréttir Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður fyrir að hafa brotið lög um slátrun. 28. október 2019 15:55 Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Sveinn Margeirsson telur ákæruna og tildrög hin einkennilegustu Fyrrverandi forstjóri Matís ákærður fyrir að hafa brotið lög um slátrun. 28. október 2019 15:55
Enginn trúnaðarbrestur að mati Sveins Sveinn Margeirsson, sem í gær var sagt upp störfum sem forstjóri Matís eftir átta ár í starfi, er ekki sammála formanni stjórnar að trúnaðarbrestur hafi orðið sem hafi verið tilefni til uppsagnar. 6. desember 2018 16:55
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent