Stefnir í mikinn slag Sjálfstæðismanna í Reykjavík um sæti á lista Jakob Bjarnar skrifar 7. maí 2021 16:49 Fyrir liggur að færri komast að en vilja, í efstu sæti á Reykjavíkurlistum Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur greint frá því að hún sækist eftir 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Prófkjörið fer fram dagana 4. til 5. júní. Næstu alþingiskosningar verða haldnar 25. september þannig að ekki er seinna vænna en að fara að huga að málum. Framboðsfrestur fyrir þetta tiltekna prófkjör rennur út 14. maí en framboði skulu fylgja meðmæli að minnsta kosti 20 flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem búsettir eru í borginni. Enginn einn getur mælt með fleirum en sex frambjóðendum. Ekki er gert ráð fyrir fléttulistum eða að kynjakvótar verði viðhafðir heldur mun niðurstaðan úr prófkjörinu ráða því hvernig raðast á lista en prófkjörið er haldið í senn fyrir bæði kjördæmi Reykjavíkur. Allir vilja á Alþingi. Vísir hefur rætt við menn innan Sjálfstæðisflokksins og eftir því sem næst verður komist ætla allir fimm sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum að gefa kost á sér aftur. Þetta þýðir að baráttan verður hörð. Og dómsmálaráðherra er búinn að reima á sig skóna og byrjuð að auglýsa á samfélagsmiðlum. Fyrir síðustu kosningar skipaði Áslaug Arna annað sæti á lista í Reykjavík suður, á eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Í þriðja sæti þar var svo Birgir Ármannsson alþingismaður. Í Reykjavík norður voru Sigríður Á. Andersen þá dómsmálaráðherra nú þingmaður í efsta sæti á lista. Næstur kom Brynjar Níelsson þingmaður. Öll þessi munu, ef að líkum lætur, slást um efsta sætið í prófkjörinu. Eftir því sem Vísir kemst næst eru líklegastar til að blanda sér í þann slag þær Hildur Sverrisdóttir varaþingmaður, en hún skipaði 3. sæti á lista Reykjavík norður fyrir síðustu alþingiskosningar og svo Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. En hún er af heimildarmönnum Vísis talin ein helsta vonarstjarna flokksins og hefur gefið það út að hún sækist eftir 3. sæti á lista.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23 Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43 Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Diljá Mist Einarsdóttir, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar, í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer í byrjun júní. Diljá hyggst taka sér leyfi frá störfum sem aðstoðarmaður ráðherra frá 17. maí til þess að vinna að framboði sínu. 1. maí 2021 09:23
Guðlaugur Þór vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjavík Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar. Guðlaugur Þór leiddi lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu kosningar. 30. apríl 2021 10:43
Áslaug Arna sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sækist eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi Alþingiskosningar sem fram fara í september. 6. maí 2021 11:22