Í dag tók liðið á móti Sampdoria sem siglir lygnan sjó um miðja deild og úr varð mikill markaleikur.
Fór að lokum svo að Inter Milan vann 5-1 sigur þar sem Alexis Sanchez hlóð í tvennu og þeir Roberto Gagliardini, Andrea Pinamonti og Lautaro Martinez gerðu sitt markið hver fyrir Ítalíumeistarana.
Keita Balde, fyrrum leikmaður Inter, gerði eina mark Sampdoria.