Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði Snorri Másson skrifar 9. maí 2021 13:06 Arnar Þór Jónsson hefur verið dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur frá 2018. Vísir/ÞÞ Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust. „Ég væri alveg tilbúinn til að ljúka við mín mál fram að réttarhléi, ég sé ekkert að því. Auðvitað að því gefnu að ég geti átt samtal við lögmenn og málsaðila, og ef þeir eru sáttir, treysti ég mér til þess,“ sagði Arnar Þór í Silfrinu á RÚV í dag. Réttarhlé er í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí og ágúst. Að auki telur Arnar algerlega eðlilegt að hann snúi aftur til starfa sem dómari ef hann gengur bónleiður til búðar eftir prófkjörið. „Já, algerlega afdráttarlaust, ef við viljum virða stjórnarskrána. Og við viljum heimila og hvetja fólk til að vera þátttakendur í lýðræðislegri umræðu og stjórnmálastarfi,“ sagði Arnar. Bendir á álag í dómskerfinu Arnar Þór er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og segist hafa rætt við starfandi dómstjóra um málið og er þar að líkindum átt við Barböru Björnsdóttur varadómstjóra. „Það er ekkert endilega vilji til þess innan míns vinnustaðar að ég hverfi frá,“ sagði Arnar Þór. „Svo er það líka þannig að það eru aðilar sem eru að bíða eftir að fá mál sín afgreidd hjá mér og yrðu örugglega ekki sáttir með að ég myndi hverfa.“ „Staðreyndin er þessi: Það er mikið álag í dómskerfinu og það munar um hvern mann sem hverfur af vettvangi til annarra starfa,“ sagði dómarinn. Arnar stefnir á þátttöku í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi en þar hefur þó ekki enn verið tilkynnt um að prófkjör verði yfirleitt haldið. Arnar býr í Garðabæ. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram 4. og 5. júní. Hvað segja dómstjóri og ráðherra? Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, sem er ein í framboð til dómstjóraembættis við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun að líkindum taka formlega afstöðu til áforma Arnars, en það er dómstjóra að kvarta til nefndar um dómarastörf ef hann telur dómara ekki fylgja reglum. Það er einnig í höndum ráðherra samkvæmt lögum að kvarta yfir framferði dómara ef hann telur „að háttsemi dómara eða vanræksla í starfi eða framferði hans utan starfs sé slíkt að aðfinnsluvert sé.“ Virk þátttaka í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi er ósamrýmanleg starfi dómara, samkvæmt siðareglum dómara. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er sjálf í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er þar með í tvíbentri stöðu gagnvart Arnari Þór. Annars vegar eru þau bæði að keppast um sæti í prófkjöri innan sama flokks, þó að líklega sé það í ólíkum kjördæmum, og hins vegar getur ráðherra átalið dómarann fyrir pólitíska þátttöku sína. Sjá 47. grein dómsstólalaga. Ekki hefur náðst í ráðherra vegna málsins. Sagði sig úr Dómarafélaginu vegna ósættis Arnar Þór gekk úr Dómarafélagi Íslands meðal annars vegna þess að hann var mótfallinn ákvæðum um að dómarar skyldu ekki taka þátt í pólitísku starfi. Þegar Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sem nú er líkleg til þess að verða dómstjóri á vinnustað Arnars, var formaður Dómarafélag Íslands, sagði hún að dómarar ættu að forðast í lengstu lög að taka þátt í skoðanaskiptum um viðkvæm málefni. Orkupakkinn var á þeim tíma mjög til umræðu og Arnar var í broddi fylkingar á meðal andstæðinga hans. Arnar Þór hefur tjáð sig mikið um Evrópumál og fullveldi Íslendinga, og einkum skort á því, í samhengi við EES-samninginn. Hann hefur líka tjáð sig um vald embættismanna í tengslum við kórónuveiruna, um „jákvæða þjóðhyggju“ og sagt að hann telji að verið geti að Íslendingar séu of feimnir við að taka umræðuna um innflytjendur. Gunnar sagði af sér embætti strax Gunnar Thoroddsen hætti sem hæstaréttardómari um leið og hann tilkynnti þátttöku sína í kosningum 1970.Alþingi Aðeins einn dómari hefur boðið sig fram til þings á síðari tímum, Gunnar Thoroddsen, þegar hann var Hæstaréttardómari árið 1970. ,,Ég tel að þátttaka í prófkjöri samrýmist ekki stöðu hæstaréttardómara og mun segja af mér embætti áður en prófkjör hefst," sagði Gunnar þegar hann tilkynnti um framboð sitt í samtali við Morgunblaðið 23. september 1970. Einn dómari hefur misst embætti sitt vegna þess að hann „rýrði álit sitt siðferðilega“ með því að nota embætti sitt til að nálgast ódýrara áfengi hjá áfengisverslun ríkisins. Það var Magnús Thoroddsen og dómur gekk í því máli árið 1989. Dómstólar Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Héraðsdómari býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði. Hann hefur ítrekað tjáð sig opinberlega um pólitísk mál þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli gegn því að þeir taki opinberlega þátt í stjórnmálastarfi. 8. maí 2021 07:33 Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33 Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. 16. ágúst 2019 21:00 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
„Ég væri alveg tilbúinn til að ljúka við mín mál fram að réttarhléi, ég sé ekkert að því. Auðvitað að því gefnu að ég geti átt samtal við lögmenn og málsaðila, og ef þeir eru sáttir, treysti ég mér til þess,“ sagði Arnar Þór í Silfrinu á RÚV í dag. Réttarhlé er í Héraðsdómi Reykjavíkur í júlí og ágúst. Að auki telur Arnar algerlega eðlilegt að hann snúi aftur til starfa sem dómari ef hann gengur bónleiður til búðar eftir prófkjörið. „Já, algerlega afdráttarlaust, ef við viljum virða stjórnarskrána. Og við viljum heimila og hvetja fólk til að vera þátttakendur í lýðræðislegri umræðu og stjórnmálastarfi,“ sagði Arnar. Bendir á álag í dómskerfinu Arnar Þór er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og segist hafa rætt við starfandi dómstjóra um málið og er þar að líkindum átt við Barböru Björnsdóttur varadómstjóra. „Það er ekkert endilega vilji til þess innan míns vinnustaðar að ég hverfi frá,“ sagði Arnar Þór. „Svo er það líka þannig að það eru aðilar sem eru að bíða eftir að fá mál sín afgreidd hjá mér og yrðu örugglega ekki sáttir með að ég myndi hverfa.“ „Staðreyndin er þessi: Það er mikið álag í dómskerfinu og það munar um hvern mann sem hverfur af vettvangi til annarra starfa,“ sagði dómarinn. Arnar stefnir á þátttöku í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi en þar hefur þó ekki enn verið tilkynnt um að prófkjör verði yfirleitt haldið. Arnar býr í Garðabæ. Prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík fer fram 4. og 5. júní. Hvað segja dómstjóri og ráðherra? Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari, sem er ein í framboð til dómstjóraembættis við Héraðsdóm Reykjavíkur, mun að líkindum taka formlega afstöðu til áforma Arnars, en það er dómstjóra að kvarta til nefndar um dómarastörf ef hann telur dómara ekki fylgja reglum. Það er einnig í höndum ráðherra samkvæmt lögum að kvarta yfir framferði dómara ef hann telur „að háttsemi dómara eða vanræksla í starfi eða framferði hans utan starfs sé slíkt að aðfinnsluvert sé.“ Virk þátttaka í stjórnmálabaráttu á opinberum vettvangi er ósamrýmanleg starfi dómara, samkvæmt siðareglum dómara. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra er sjálf í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er þar með í tvíbentri stöðu gagnvart Arnari Þór. Annars vegar eru þau bæði að keppast um sæti í prófkjöri innan sama flokks, þó að líklega sé það í ólíkum kjördæmum, og hins vegar getur ráðherra átalið dómarann fyrir pólitíska þátttöku sína. Sjá 47. grein dómsstólalaga. Ekki hefur náðst í ráðherra vegna málsins. Sagði sig úr Dómarafélaginu vegna ósættis Arnar Þór gekk úr Dómarafélagi Íslands meðal annars vegna þess að hann var mótfallinn ákvæðum um að dómarar skyldu ekki taka þátt í pólitísku starfi. Þegar Ingibjörg Þorsteinsdóttir, sem nú er líkleg til þess að verða dómstjóri á vinnustað Arnars, var formaður Dómarafélag Íslands, sagði hún að dómarar ættu að forðast í lengstu lög að taka þátt í skoðanaskiptum um viðkvæm málefni. Orkupakkinn var á þeim tíma mjög til umræðu og Arnar var í broddi fylkingar á meðal andstæðinga hans. Arnar Þór hefur tjáð sig mikið um Evrópumál og fullveldi Íslendinga, og einkum skort á því, í samhengi við EES-samninginn. Hann hefur líka tjáð sig um vald embættismanna í tengslum við kórónuveiruna, um „jákvæða þjóðhyggju“ og sagt að hann telji að verið geti að Íslendingar séu of feimnir við að taka umræðuna um innflytjendur. Gunnar sagði af sér embætti strax Gunnar Thoroddsen hætti sem hæstaréttardómari um leið og hann tilkynnti þátttöku sína í kosningum 1970.Alþingi Aðeins einn dómari hefur boðið sig fram til þings á síðari tímum, Gunnar Thoroddsen, þegar hann var Hæstaréttardómari árið 1970. ,,Ég tel að þátttaka í prófkjöri samrýmist ekki stöðu hæstaréttardómara og mun segja af mér embætti áður en prófkjör hefst," sagði Gunnar þegar hann tilkynnti um framboð sitt í samtali við Morgunblaðið 23. september 1970. Einn dómari hefur misst embætti sitt vegna þess að hann „rýrði álit sitt siðferðilega“ með því að nota embætti sitt til að nálgast ódýrara áfengi hjá áfengisverslun ríkisins. Það var Magnús Thoroddsen og dómur gekk í því máli árið 1989.
Dómstólar Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Héraðsdómari býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði. Hann hefur ítrekað tjáð sig opinberlega um pólitísk mál þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli gegn því að þeir taki opinberlega þátt í stjórnmálastarfi. 8. maí 2021 07:33 Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33 Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. 16. ágúst 2019 21:00 „Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Héraðsdómari býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Arnar Þór Jónsson, héraðsdómari, ætlar að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í næsta mánuði. Hann hefur ítrekað tjáð sig opinberlega um pólitísk mál þrátt fyrir að siðareglur dómara mæli gegn því að þeir taki opinberlega þátt í stjórnmálastarfi. 8. maí 2021 07:33
Arnar Þór segir sig úr Dómarafélaginu Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningafrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Ástæðan er meðal annars lokaður fundur sem hann segir hafa verið haldinn um sig og „tjáningu“ sína. 4. maí 2021 06:33
Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Upp úr sauð á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í dag þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina til að ræða þriðja orkupakkann. 16. ágúst 2019 21:00
„Það stóðu öll spjót á mér“ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. 16. ágúst 2019 14:57
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum