„Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2021 10:31 Sylvía Melsteð hefur þurft að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig vegna lesblindu. Sylvía Erla Melsteð var komin í níunda bekk þegar hún fékk loksins greiningu. Hún var lesblind. Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Með góðri hjálp komst hún inn í draumaskólann og er með þrjú stór verkefni í gangi til að hjálpa krökkum með lesblindu. Sindri Sindrason ræddi við Sylvíu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Ég fór í lesblinduskóla sumarið fyrir tíunda bekk og það hjálpaði mér ótrúlega mikið. Þá fór ég bara að læra stafrófið upp á nýtt og læra stafina upp á nýtt. Draumurinn minn var að fara í Versló, alveg númer 1,2 og 3. Það var aðallega út af Nemó, ég er náttúrulega söngkona og byrjaði að syngja áður en ég fór að tala þegar ég var lítil. Það skemmtilegasta sem ég geri er að skemmta og dansa og syngja,“ segir Sylvía. Hún komst inn. Aðstoðin skipti öllu máli „Ég lagði svo mikið á mig til að fara þarna inn og gerði ekkert nema læra í tíunda bekk og ég komst inn. Þetta var svo stór sigur fyrir mig og ég öskraði úr gleði. Þegar ég komst inn í Versló var eins og ég hefði lent á vegg þegar námið fór að þyngjast. Þá sá ég að þetta væri erfitt fyrir mig. Sama hvað ég lagði á mig, sama hvað ég lærði mikið þá var það ekki að skila sér.“ Sylvía segir að ef um minnsta grun sé um að ræða að barn sé með lesblindu þá eigi að láta athuga það. „Þú getur allt sem þú ætlar þér. Ef þú vilt verða tannlæknir og lögfræðingur, þú getur þetta allt. Númer 1, 2 og 3 og lykillinn af þessu öllu er aðstoðin.“ Lesblinda bara verkefni eins og hvað annað Sylvía segir að móðir hennar hafi aðstoðað hana gríðarlega mikið í gegnum þetta ferli en yngri bróðir hennar er einnig greindur með lesblindu. „Það var aldrei talað um lesblindu eins og það væri eitthvað að okkur. Þetta væri bara verkefni sem við fengum, eins og við fáum öll verkefni í lífinu. Misstór verkefni en við þurfum öll að vinna þessi verkefni vel.“ Sylvía var að gefa út bókina Oreo fer í skólann sem er bók sem getur aðstoðað börn við lesblindu og kynnir börnum fyrir lesblindunni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Skóla - og menntamál Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira