Blikar ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan 2013 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2021 14:01 ÍBV sýndi Íslandsmeisturum Breiðabliks enga virðingu í gær og vann 4-2 sigur. vísir/elín björg Átta ár eru síðan lið skoraði jafn mörg mörk gegn Breiðabliki í einum leik og ÍBV í gær. Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Eyjakonur gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum Blika á Hásteinsvelli í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í gær, 4-2. Sigurinn var óvæntur endaði tapaði ÍBV fyrir Þór/KA, 1-2, í 1. umferðinni á meðan Breiðablik sigraði Fylki, 9-0. ÍBV lenti 0-1 undir í leiknum í gær en var 4-1 yfir í hálfleik eftir ótrúlegar lokamínútur í fyrri hálfleik. Eyjakonur héldu svo út þrátt fyrir að vera manni færri allan seinni hálfleikinn. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir mörk Breiðabliks. Breiðablik hefur ekki fengið á sig jafn mörg mörk í leik síðan liðið tapaði 6-0 fyrir Stjörnunni 15. september 2013. Tveir leikmenn sem léku með Blikum í gær spiluðu þann leik; Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir. Tímabilið 2013 endaði Breiðablik í 5. sæti Pepsi-deildarinnar á meðan Stjarnan varð Íslandsmeistari með fullu húsi stiga. Fengu á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil Undanfarin ár hefur vörn Blika verið afar öflug og á sex tímabilum undir stjórn Þorsteins Halldórssonar fékk liðið aldrei meira en fimmtán mörk á sig. Í fyrra fékk Breiðablik aðeins þrjú mörk á sig í fimmtán deildarleikjum. Í gær fékk liðið því á sig fleiri mörk en allt síðasta tímabil. Fyrsta tapið í tæp tvö ár Tapið í Eyjum í gær var fyrsta tap Breiðabliks í deildarleik síðan í lokaumferðinni 2018. Blikar töpuðu þá 3-2 fyrir Valskonum 22. september en voru þegar búnar að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Breiðablik tapaði ekki leik tímabilin 2019 og 2020 og rústaði svo Fylki í 1. umferð Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Blikar höfðu því leikið 34 deildarleiki í röð án þess að tapa áður en að leiknum í Eyjum kom. Blikar geta þó huggað sig við það að Valskonur, sem flestir búast við að berjist um Íslandsmeistaratitilinn við þær, gerðu markalaust jafntefli við Þróttara í gær. Tveir leikir í 2. umferð Pepsi Max-deildinni fara fram í kvöld og verður viðureign Þórs/KA og Selfoss sýnd beint á Stöð 2 Sport. Hún hefst klukkan 18:00. Í hinum leik kvöldsins eigast Stjarnan og nýliðar Keflavíkur við. Áskrifendur Stöðvar 2 Sports geta horft á leikinn í gegnum vefsjónvarp á stod2.is.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30 Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45 Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. 11. maí 2021 10:30
Andri: Hjálpaði gríðarlega að koma inn síðasta markinu „Þetta var sætt. Góður leikur hjá okkur,“ sagði Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, eftir 4-2 sigur ÍBV á Breiðabliks. 10. maí 2021 20:45
Umfjöllun og viðtal: ÍBV - Breiðablik 4-2 | ÍBV kom til baka gegn Breiðablik ÍBV gerði sér lítið fyrir og skellti Breiðablik, 4-2, í Vestmannaeyjum í dag þrátt fyrir að vera einum manni færri í rúman hálfleik. 10. maí 2021 20:01
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki