Banna unglingsstúlku sem mótmælti Kreml að yfirgefa heimabæinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2021 09:42 Óeirðarlögreglumenn bera burt mann sem tók þátt í miklum mótmælum gegn rússneskum stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik vakti athygli fyrir framgöngu sína þar. Vísir/EPA Dómstóll í Rússlandi bannaði nítján ára gamalli stúlku að yfirgefa heimabæ sinn í meira en tvö ár eftir að hún var sakfelld fyrir skemmdarverk. Stúlkan vakti mikla athygli þegar hún tók þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2019. Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira
Olga Misik var sautján ára gömul þegar hún settist niður fyrir framan röð óeirðarlögreglumanna og las upp stjórnarskrá Rússlands fyrir tveimur árum. Hún hefur síðan verið þekkt sem „stúlkan með stjórnarskrána“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hún hefur nú verið dæmt til tveggja ára og tveggja mánaða frelsisskerðingar fyrir að hafa skvett málningu á skýli fyrir utan skrifstofur ríkissaksóknara til að mótmæla aðgerðum ríkisvaldsins gegn aðgerðasinnum. Með dómnum er henni ekki aðeins bannað að yfirgefa heimabæ sinn nærri Moskvu heldur einnig að yfirgefa heimili sitt að nóttu til. Dómstóllinn dæmdi tvo karlmenn til viðbótar til sambærilegrar refsingar. Stuðningsfólk Misik segir refsingu hennar alltof harkalega. „Allt þetta vegna málningarslettu við inngang skrifstofu ríkissaksóknara sem var hreinsuð burt sama morgun,“ segir Dmitrí Gudkov, fyrrverandi þingmaður stjórnarandstöðunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa gengið sérstaklega hart fram gegn andófsfólki og stjórnarandstæðingum eftir mikil mótmæli í landinu þar sem krafist var lausnar Alexei Navalní, eins helsta stjórnarandstæðings landsins, sem dúsir nú í fangelsi. Ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta leyfir takmarkað andóf gegn sér og hún sækist nú eftir að lýsa samtök Navalní gegn spillingu hryðjuverkasamtök. Olga Misik on this symbolic photo just embodied situation of opposition in #Russia right now. Reading the Constitution to fanatics in a dictatorship is the same as fighting windmills but after all, someone who has hope and faith can t give up in the name of #Russia s future pic.twitter.com/ZWD369UOTi— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) May 5, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Punga út 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún Sjá meira