Umfjöllun og viðtöl Breiðablik - Keflavík 4-0 | Tímabilið loks farið af stað hjá Blikum Andri Gíslason skrifar 13. maí 2021 21:20 Breiðablik vann sannfærandi sigur á Keflavík í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks.Eysteinn Húni: Við missum einbeitinguna og slitnum í sundur Jafnt var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að sækja þó Blikar hafi verið aðeins meira með boltann. Á 12.mínútu leiksins kemst Viktor Karl í ákjósanlega stöðu inni í vítateig Keflvíkinga en Ignacío Heras Anglada tekur hann niður og Blikar fá víti. Thomas Mikkelsen fór á punktinn og skoraði auðveldlega. Aðdragandinn að vítaspyrnunni sem Mikkelsen skoraði úr.Vísir/Hulda Margrét Bæði lið áttu sínar marktilraunir en engin dauðafæri og var staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Blikar voru töluvert betri í síðari hálfleik og á 55. mínútu fékk Árni Vilhjálmsson kjörið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna en skot hans fór yfir. Á 68. mínútu var það Viktor Karl Einarsson sem átti frábæra sendingu fyrir markið yfir varnarmenn Keflvíkinga og náði Thomas Mikkelsen að taka boltann vel niður og koma honum framhjá Sindra í markinu. Mínútu síðar fullkomnaði Thomas Mikkelsen þrennu sína eftir flottan undirbúning frá Gísla Eyjólfssyni sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Á 71. mínútu gerðu Blikar endanlega út um leikinn þegar Thomas Mikkelsen átti flottan sprett upp hægri kantinn og lagði boltann út í teiginn þar sem Kristinn Steindórsson var mættur og setti hann fast framhjá Sindra í marki Keflavíkur Leikar enduðu með 4-0 sigri heimamanna og var allt annað að sjá til þeirra í dag heldur en það sem þeir hafa sýnt í síðustu leikjum. Keflavík geta þó verið nokkuð sáttir með sína frammistöðu fyrir utan þennan stutta kafla í seinni hálfleik. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Það sást í dag hversu góðir Blikarnir geta verið og á þessum stutta kafla í síðari hálfleik náðu Blikar að gera út um leikinn og eftir það var brekkan ansi brött fyrir Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Thomas Mikkelsen var besti maðurinn á vellinum í dag. Skorar þrjú fyrstu mörkin og leggur upp það síðasta. Toppframmistaða hjá Dananum í dag. Viktor Karl Einarsson og Kristinn Steindórsson voru flottir á miðjunni og stjórnuðu spili Blika. Sindri Kristinn í marki Keflavíkur átti fínan dag þrátt fyrir að hafa fengið á sig 4 mörk Hvað gekk illa? Keflvíkingar voru lítið með boltann en þegar þeir náðu að keyra á vörn Blika vantaði hugmyndaflug og betri ákvarðanatöku. Svo þarf auðvitað að nefna þennan 4 mínútna kafla í seinni hálfleik, Keflvíkingar gjörsamlega sofandi á verðinum. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fara Blikar og heimsækja Víkinga en á mánudeginum fá Keflvíkingar KA í heimsókn. Eysteinn Húni: Ekki með fókus á einföldu hlutunum Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur með sína menn í fyrri hálfleik í kvöld. „Það var lítið að gerast í leiknum og leyfðum við þeim að vera aðeins með boltann sem gekk ágætlega útaf því að þeir voru ekki að skapa mikið af færum. Við vonuðumst þó til þess að geta sótt aðeins meira hratt á þá.“ Blikar voru 1-0 yfir í hálfleik en Eysteinn Húni var þó bjartsýnn fyrir síðari hálfleikinn. „Við vorum klárlega inni í leiknum og planið var að byrja þetta rólega og okkur finnst í hálfleik að við séum alveg jafn líklegir og þeir að fara að skora. Svo kemur þessi kafli þar sem við missum aðeins einbeitinguna og slitnum í sundur.“ „Við erum ekki með fókus á einföldu hlutunum sem þú þarft að gera til þess að koma í veg fyrir svona mörk en kredit á Blikana fyrir að klára sínar sóknir vel og ekkert annað í boði fyrir okkur en að kyngja því og læra af þessu.“ Keflvíkingar eru með 3 stig eftir 3 umferðir og er Eysteinn Húni tiltölulega ánægður með byrjunina þótt það sé töluvert rými fyrir bætingar. „Hefði getað verið betra en hefði getað verið verra. Ég myndi segja að einn leikur af þessum fyrstu þremur sem við höfum verið á pari en hefðum getað gert betur í hinum leikjunum. Ég tel að við eigum inni þannig nú verðum við bara að hvílast og nærast vel fyrir framhaldið og sýna að við erum betri en það sem við sýndum síðasta partinn í kvöld.“ Thomas Mikkelsen: Mér líður vel Thomas Mikkelsen skoraði þrjú í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Thomas Mikkelsen sem var frábær í liði Blika í kvöld var nokkuð ánægður eftir frammistöðu síns liðs í kvöld. „Mér líður vel. Fyrstu tveir leikirnir hafa ekki verið nógu góðir en loksins gátum við sýnt hvað við getum og gefið áhorfendum það sem þeir eiga skilið því þeir hafa verið góðir.“ Byrjun Breiðabliks á þessu móti hefur ekki staðið undir væntingum. „Við vitum hvað við getum og höfum alltaf trú á að við getum gert betur. Við erum betri en við sýndum í dag þrátt fyrir góða frammistöðu en við tökum bara eitt skref í einu og vonandi náum við að sýna ennþá betri frammistöðu í næsta leik.“ Árni Vilhjálmsson hefur komið sterkur inn í lið Blika og telur Thomas að hann geti hjálpað liðinu mikið í þeirri baráttu sem framundan er. „Hann er frábær leikmaður og algjör atvinnumaður. Hann gefur mikið af sér í klefanum og eins og þú sérð á vellinum þá er hann frábær í að finna samherja sína þannig það er mjög gott að vinna með honum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Fótbolti Íslenski boltinn
Breiðablik vann öflugan 4-0 sigur á nýliðum Keflavíkur í Pepsi Max deild karla er liðin mættust á Kópavogsvelli í kvöld. Tomas Mikkelsen gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk í liði Breiðabliks.Eysteinn Húni: Við missum einbeitinguna og slitnum í sundur Jafnt var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að sækja þó Blikar hafi verið aðeins meira með boltann. Á 12.mínútu leiksins kemst Viktor Karl í ákjósanlega stöðu inni í vítateig Keflvíkinga en Ignacío Heras Anglada tekur hann niður og Blikar fá víti. Thomas Mikkelsen fór á punktinn og skoraði auðveldlega. Aðdragandinn að vítaspyrnunni sem Mikkelsen skoraði úr.Vísir/Hulda Margrét Bæði lið áttu sínar marktilraunir en engin dauðafæri og var staðan 1-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Blikar voru töluvert betri í síðari hálfleik og á 55. mínútu fékk Árni Vilhjálmsson kjörið tækifæri til að tvöfalda forystu heimamanna en skot hans fór yfir. Á 68. mínútu var það Viktor Karl Einarsson sem átti frábæra sendingu fyrir markið yfir varnarmenn Keflvíkinga og náði Thomas Mikkelsen að taka boltann vel niður og koma honum framhjá Sindra í markinu. Mínútu síðar fullkomnaði Thomas Mikkelsen þrennu sína eftir flottan undirbúning frá Gísla Eyjólfssyni sem hafði skömmu áður komið inn á sem varamaður. Á 71. mínútu gerðu Blikar endanlega út um leikinn þegar Thomas Mikkelsen átti flottan sprett upp hægri kantinn og lagði boltann út í teiginn þar sem Kristinn Steindórsson var mættur og setti hann fast framhjá Sindra í marki Keflavíkur Leikar enduðu með 4-0 sigri heimamanna og var allt annað að sjá til þeirra í dag heldur en það sem þeir hafa sýnt í síðustu leikjum. Keflavík geta þó verið nokkuð sáttir með sína frammistöðu fyrir utan þennan stutta kafla í seinni hálfleik. Úr leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Það sást í dag hversu góðir Blikarnir geta verið og á þessum stutta kafla í síðari hálfleik náðu Blikar að gera út um leikinn og eftir það var brekkan ansi brött fyrir Keflvíkinga. Hverjir stóðu upp úr? Thomas Mikkelsen var besti maðurinn á vellinum í dag. Skorar þrjú fyrstu mörkin og leggur upp það síðasta. Toppframmistaða hjá Dananum í dag. Viktor Karl Einarsson og Kristinn Steindórsson voru flottir á miðjunni og stjórnuðu spili Blika. Sindri Kristinn í marki Keflavíkur átti fínan dag þrátt fyrir að hafa fengið á sig 4 mörk Hvað gekk illa? Keflvíkingar voru lítið með boltann en þegar þeir náðu að keyra á vörn Blika vantaði hugmyndaflug og betri ákvarðanatöku. Svo þarf auðvitað að nefna þennan 4 mínútna kafla í seinni hálfleik, Keflvíkingar gjörsamlega sofandi á verðinum. Hvað gerist næst? Á sunnudaginn fara Blikar og heimsækja Víkinga en á mánudeginum fá Keflvíkingar KA í heimsókn. Eysteinn Húni: Ekki með fókus á einföldu hlutunum Eysteinn Húni og Sigurður Ragnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur með sína menn í fyrri hálfleik í kvöld. „Það var lítið að gerast í leiknum og leyfðum við þeim að vera aðeins með boltann sem gekk ágætlega útaf því að þeir voru ekki að skapa mikið af færum. Við vonuðumst þó til þess að geta sótt aðeins meira hratt á þá.“ Blikar voru 1-0 yfir í hálfleik en Eysteinn Húni var þó bjartsýnn fyrir síðari hálfleikinn. „Við vorum klárlega inni í leiknum og planið var að byrja þetta rólega og okkur finnst í hálfleik að við séum alveg jafn líklegir og þeir að fara að skora. Svo kemur þessi kafli þar sem við missum aðeins einbeitinguna og slitnum í sundur.“ „Við erum ekki með fókus á einföldu hlutunum sem þú þarft að gera til þess að koma í veg fyrir svona mörk en kredit á Blikana fyrir að klára sínar sóknir vel og ekkert annað í boði fyrir okkur en að kyngja því og læra af þessu.“ Keflvíkingar eru með 3 stig eftir 3 umferðir og er Eysteinn Húni tiltölulega ánægður með byrjunina þótt það sé töluvert rými fyrir bætingar. „Hefði getað verið betra en hefði getað verið verra. Ég myndi segja að einn leikur af þessum fyrstu þremur sem við höfum verið á pari en hefðum getað gert betur í hinum leikjunum. Ég tel að við eigum inni þannig nú verðum við bara að hvílast og nærast vel fyrir framhaldið og sýna að við erum betri en það sem við sýndum síðasta partinn í kvöld.“ Thomas Mikkelsen: Mér líður vel Thomas Mikkelsen skoraði þrjú í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Thomas Mikkelsen sem var frábær í liði Blika í kvöld var nokkuð ánægður eftir frammistöðu síns liðs í kvöld. „Mér líður vel. Fyrstu tveir leikirnir hafa ekki verið nógu góðir en loksins gátum við sýnt hvað við getum og gefið áhorfendum það sem þeir eiga skilið því þeir hafa verið góðir.“ Byrjun Breiðabliks á þessu móti hefur ekki staðið undir væntingum. „Við vitum hvað við getum og höfum alltaf trú á að við getum gert betur. Við erum betri en við sýndum í dag þrátt fyrir góða frammistöðu en við tökum bara eitt skref í einu og vonandi náum við að sýna ennþá betri frammistöðu í næsta leik.“ Árni Vilhjálmsson hefur komið sterkur inn í lið Blika og telur Thomas að hann geti hjálpað liðinu mikið í þeirri baráttu sem framundan er. „Hann er frábær leikmaður og algjör atvinnumaður. Hann gefur mikið af sér í klefanum og eins og þú sérð á vellinum þá er hann frábær í að finna samherja sína þannig það er mjög gott að vinna með honum.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti