„Fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga“ Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2021 17:30 Ef Egill Magnússon er að hitna mega önnur lið vara sig, segir Bjarni Fritzson. vísir/vilhelm „Ég var óánægður með FH. Mér fannst vanta drápseðlið,“ sagði Bjarni Fritzson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um framgöngu FH-inga í seinni hálfleik gegn Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta á sunnudag. FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira
FH vann leikinn að lokum 30-27 en Bjarni og Einar Andri Einarsson voru á því að liðið hefði átt að gera út um leikinn fyrr. FH var 17-13 yfir eftir fyrri hálfleik en Afturelding minnkaði muninn fljótt í eitt mark og komst yfir, 26-25 þegar tæplega átta mínútur voru eftir. „FH-ingar eru í 2. sæti og þetta er liðið sem við teljum að sé líklegt til að veita Haukum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir voru hins vegar svolítið flatir í þessum leik, sérstaklega á þessum kafla í seinni hálfleik. Þarna hefði maður viljað sjá toppklassalið „klára“ leikinn almennilega en ekki hleypa þeim inn í leikinn. Mér fannst vanta algjört drápseðli í FH-inga,“ sagði Bjarni. Innslagið úr Seinni bylgjunni, sem sýnd er á Stöð 2 Sport, má sjá hér að neðan: Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um FH Einar Andri tók undir með Bjarna: „Mér finnst FH-ingar oft spila ótrúlega góðan handbolta og þeir komast fimm mörkum yfir í seinni hálfleik en samt varð spenna í lokin. Það þarf aðeins meiri aga og skynsemi í lokin, því mér finnst þeir vera að spila frábæran handbolta.“ „Þeir eru með frábært lið,“ sagði Bjarni og benti á Egil Magnússon sem skoraði tvö mörk í röð undir lokin, eftir að staðan var jöfn, 26-26. „Mér fannst hann góður í þessum leik. Hann var að mata mennina í kringum sig og var áræðinn. Stundum skorar maður bara ekki, en hann var áræðinn. Ef að það er að kvikna á honum, sérstaklega hérna [benti á höfuðið]…“ sagði Bjarni áður en Einar Andri greip orðið: „Hann þarf að hafa meiri trú á sér. Ég vil sjá hann spila lengra frá vörninni því mér finnst hann oft fara í „contact“. Í staðinn ætti hann að skjóta meira á markið. Hann þarf aðeins meira sjálfstraust og trú á sér því hann er frábær leikmaður og sýndi það í lokin.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur allra stórleikja í Madríd Sport Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sjá meira