Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. maí 2021 16:12 Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs, segir fjármögnun Háskólans skipta megin máli í rekstri HHÍ á spilakössum. Vísir Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. „Háskóli Íslands, sem æðsta menntastofnun landsins, sem nýtur svona mikils trausts, á ekki að hafa aðkomu að svona rekstri. Eins og rannsóknir sýna benda til þess að þessi spilun hafi víðtækar afleiðingar og áhrif bæði á fólk sem spilar og aðstandendur,“ segir Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs í samtali við fréttastofu. Stúdentaráð sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem reksturinn var gagnrýndur. Málefni spilakassa hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri en fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um málið í desember í fyrra. Þá hafa rekstraraðilar spilakassa hér á landi verið harðlega gagnrýndir en þeir eru margir hverjir hagsmuna- og góðgerðasamtök eins og SÁÁ, Rauði Krossinn og Landsbjörg. SÁÁ hefur þegar dregið sig úr rekstri spilakassa en Rauði Krossinn og Landsbjörg halda enn uppi rekstri Íslandsspila. „Þetta hefur helst áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins og ungt fólk. Við teljum að Háskólinn geti ekki verið þátttakandi í þessum rekstri og eigi að sýna samfélagslega ábyrgð með því að slíta allir aðkomu að þessu,“ segir Isabel. Háskólinn hefur einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir rekstur spilakassa en Samtök áhugafólks um spilafíkn hótaði Happdrætti Háskóla Íslands að starfsemin yrði kærð til lögreglu yrði henni ekki hætt. Isabel segir reksturinn alvarlegan og að Háskólinn ætti ekki að standa í slíkum rekstri. Ábyrgðin liggi þó endanlega hjá stjórnvöldum, sem hafi ekki veitt Háskólanum nægjanlegar fjárveitingar og hafi skólinn því þurft að snúa sér til þessarar leiðar. „Endanlega ábyrgðin liggur samt hjá stjórnvöldum af því að þetta er ríkisrekin stofnun. Og þó hún sé sjálfstæð þá bera stjórnvöld endanlega ábyrgð á því að fjármagna háskólann. Við höfum verið að beita okkur fyrir viðunandi fjármögnun til Háskólans og þetta sýnir vel að fjármögnunin er ekki viðunandi og er ekki nóg fyrst að háskólinn þarf að reiða á happdrættisfé,“ segir Isabel. „Það eru vonbrigði að Háskólinn þurfi að gera það og að stjórnvöld séu ekki að koma að rekstri Háskólans með víðtækari þætti en þetta. Að okkar mati er eins og stjórnvöld hafi sett ábyrgðina á HÍ og HHÍ.“ Skýtur skökku við að Háskólinn standi ekki undir sér án reksturs spilakassa Starfshópur hefur verið skipaður af dómsmálaráðherra til að leita úrbóta sem hægt sé að gera á lagaumhverfinu til þess að stuðla að ábyrgari spilamennsku. Rektor Háskóla Íslands skipaði í vor starfshóp sem hefur starfsemi Happdrætti Háskólans til skoðunar. „Okkur finnst samt ljóst að það hefur vantað þennan pólitíska vilja til að taka málið föstum tökum af hálfu stjórnvalda. Háskólinn á auðvitað ekki að koma að svona rekstri en ef hann hættir honum þá stendur Háskólinn ekki fjárhagslega undir sér. Hver ber ábyrgð á því? Endanleg ábyrgð er á stjórnvöldum,“ segir Isabel. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði á fundi velferðarnefndar um málið að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna Háskólann. Isabel segir það þó á borði stjórnvalda að ákveða hvort það sé gerlegt. „En það er líka á ábyrgð Háskólans að segja að hann vilji að það sé skoðað. Að hann vilji ekki reiða sig á happdrættisfé. Háskólinn hefur fjármagnað mikla uppbyggingu með happdrættisfé sem var auðvitað mjög mikilvægt. En við setjum stórt spurningamerki við það að 26 byggingar hafi verið fjármagnaðar með rekstri spilakassa,“ segir Isabel. Háskólar Fíkn Hagsmunir stúdenta Fjárhættuspil Tengdar fréttir Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. 17. mars 2021 18:45 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. 18. febrúar 2021 10:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Sjá meira
„Háskóli Íslands, sem æðsta menntastofnun landsins, sem nýtur svona mikils trausts, á ekki að hafa aðkomu að svona rekstri. Eins og rannsóknir sýna benda til þess að þessi spilun hafi víðtækar afleiðingar og áhrif bæði á fólk sem spilar og aðstandendur,“ segir Isabel Alejandra Díaz, forseti Stúdentaráðs í samtali við fréttastofu. Stúdentaráð sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem reksturinn var gagnrýndur. Málefni spilakassa hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri en fréttaskýringaþátturinn Kompás fjallaði um málið í desember í fyrra. Þá hafa rekstraraðilar spilakassa hér á landi verið harðlega gagnrýndir en þeir eru margir hverjir hagsmuna- og góðgerðasamtök eins og SÁÁ, Rauði Krossinn og Landsbjörg. SÁÁ hefur þegar dregið sig úr rekstri spilakassa en Rauði Krossinn og Landsbjörg halda enn uppi rekstri Íslandsspila. „Þetta hefur helst áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins og ungt fólk. Við teljum að Háskólinn geti ekki verið þátttakandi í þessum rekstri og eigi að sýna samfélagslega ábyrgð með því að slíta allir aðkomu að þessu,“ segir Isabel. Háskólinn hefur einnig verið harðlega gagnrýndur fyrir rekstur spilakassa en Samtök áhugafólks um spilafíkn hótaði Happdrætti Háskóla Íslands að starfsemin yrði kærð til lögreglu yrði henni ekki hætt. Isabel segir reksturinn alvarlegan og að Háskólinn ætti ekki að standa í slíkum rekstri. Ábyrgðin liggi þó endanlega hjá stjórnvöldum, sem hafi ekki veitt Háskólanum nægjanlegar fjárveitingar og hafi skólinn því þurft að snúa sér til þessarar leiðar. „Endanlega ábyrgðin liggur samt hjá stjórnvöldum af því að þetta er ríkisrekin stofnun. Og þó hún sé sjálfstæð þá bera stjórnvöld endanlega ábyrgð á því að fjármagna háskólann. Við höfum verið að beita okkur fyrir viðunandi fjármögnun til Háskólans og þetta sýnir vel að fjármögnunin er ekki viðunandi og er ekki nóg fyrst að háskólinn þarf að reiða á happdrættisfé,“ segir Isabel. „Það eru vonbrigði að Háskólinn þurfi að gera það og að stjórnvöld séu ekki að koma að rekstri Háskólans með víðtækari þætti en þetta. Að okkar mati er eins og stjórnvöld hafi sett ábyrgðina á HÍ og HHÍ.“ Skýtur skökku við að Háskólinn standi ekki undir sér án reksturs spilakassa Starfshópur hefur verið skipaður af dómsmálaráðherra til að leita úrbóta sem hægt sé að gera á lagaumhverfinu til þess að stuðla að ábyrgari spilamennsku. Rektor Háskóla Íslands skipaði í vor starfshóp sem hefur starfsemi Happdrætti Háskólans til skoðunar. „Okkur finnst samt ljóst að það hefur vantað þennan pólitíska vilja til að taka málið föstum tökum af hálfu stjórnvalda. Háskólinn á auðvitað ekki að koma að svona rekstri en ef hann hættir honum þá stendur Háskólinn ekki fjárhagslega undir sér. Hver ber ábyrgð á því? Endanleg ábyrgð er á stjórnvöldum,“ segir Isabel. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, sagði á fundi velferðarnefndar um málið að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna Háskólann. Isabel segir það þó á borði stjórnvalda að ákveða hvort það sé gerlegt. „En það er líka á ábyrgð Háskólans að segja að hann vilji að það sé skoðað. Að hann vilji ekki reiða sig á happdrættisfé. Háskólinn hefur fjármagnað mikla uppbyggingu með happdrættisfé sem var auðvitað mjög mikilvægt. En við setjum stórt spurningamerki við það að 26 byggingar hafi verið fjármagnaðar með rekstri spilakassa,“ segir Isabel.
Háskólar Fíkn Hagsmunir stúdenta Fjárhættuspil Tengdar fréttir Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. 17. mars 2021 18:45 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. 18. febrúar 2021 10:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Sjá meira
Kæra rekstur spilakassa til lögreglu verði starfseminni ekki hætt Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið veittur nokkurra daga frestur til þess að hætta rekstri spilakassa, annars verði starfsemin kærð til lögreglu. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn segir að fólk sem hafi jafnvel misst aleiguna vegna meintrar ólöglegrar starfsemi muni jafnframt krefjast bóta. 17. mars 2021 18:45
Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29
RKÍ og Landsbjörg vilja að spilakort verði tekin upp hér á landi Bæði Rauði krossinn á Íslandi (RKÍ) og Landsbjörg, eigendur Íslandsspila, vilja að tekin verði upp svokölluð spilakort hér á landi. Íslandsspil reka spilakassa sem var lokað í kórónuveirufaraldrinum í þágu sóttvarnaráðstafana. 18. febrúar 2021 10:14
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent