Í það minnsta sex slökkviliðsmenn aðstoðuðu við að koma ferðamanninum niður sem treysti sér ekki sjálfur niður. Var hann kominn vel upp fyrir stein þegar slysið varð.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var ferðamaðurinn nokkuð bólginn á ökkla og var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar.