Útgefandi Moggans biðst afsökunar á nafnlausri bóluefnisauglýsingu Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2021 09:17 Auglýsingin birtist á heilsíðu í Morgunblaðinu á uppstigningardag. Framkvæmdastjóri markaðsmála hjá Árvarkri sagði Vísi í gær að auglýsingin hefði birst nafnlaust fyrir mannleg mistök. Vísir/Egill Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, baðst afsökunar á að auglýsing um aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni hefði birst nafnlaus fyrir mistök í blaðinu á uppstigningardag. Forstjóri Lyfjastofnunar lýsti auglýsingunni sem villandi og henni hafi virst ætlað að ala á ótta við bólusetningar. Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Í heilsíðuauglýsingunni sem birtist í Morgunblaðinu í gær var auglýst eftir tilkynningum um mögulegar aukaverkanir bóluefna gegn kórónuveirunni. Var fólk þar hvatt til þess að senda inn tilkynningar til Lyfjastofnunar með tölvupósti eða í síma. Enginn var skráður fyrir auglýsingunni en henni lauk með slagorði almannavarna í kórónuveirufaraldrinum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði Vísi í gær að listinn yfir aukaverkanir sem kom fram í auglýsingunni væri ekki í samræmi við upplýsingar stofnunarinnar. Þar var andlát, blinda og lömum talin upp sem aukaverkanir bólusetningar og sagði Rúna að svo virtist sem því væri ætlað að vekja hræðslu hjá fólki. Í athugasemd frá Árvakri sem birtist með frétt um málið í Morgunblaðinu í morgun kom fram að vegna mistaka hefði auglýsingin verið birt þrátt fyrir að hún væri ekki merkt auglýsanda. Jafnvel hefði mátt ráða af auglýsingunni að hún væri frá Lyfjastofnun. Baðst útgefandinn velvirðingar á mistökunum. Fyrirtækið Bjuti ehf., sem er í eigu Vilborgar Bjarkar Hjaltested, keypti auglýsinguna. Vilborg vildi ekki segja Vísi hvernig hún hefði fjármagnað kaupin á auglýsingunni né hvers vegna hún hefði ekki lagt nafn sitt eða fyrirtækisins við hana. Hélt hún því ranglega fram að Lyfjastofnun hefði „viðurkennt“ að sextán manns hefðu látið lífið á Íslandi vegna bólusetningar gegn Covid-19. Virtist hún þar vísa til tilkynninga um mögulegar aukaverkanir bóluefna hér á landi. Tilkynn hefur verið um andlát sextán einstaklinga eftir að þeir voru bólusettir gegn veirunni. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að um orsakasamhengi hafi verið að ræða á milli dauðsfallanna og bólusetningarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda