Plötusnúðurinn Scott Mills valdi framlag Íslendinga til Eurovision, 10 Years með Daða og Gagnamagninu, lag vikunnar.
Daði Freyr og Gagnamagnið stíga á sviðið í Eurovision á seinna undankvöldinu þann 20. maí og flytja þá lagið 10 Years sem er framlag Íslands í keppninni í ár.
Úrslitakvöldið verður svo í Ahoy-höllinni í Rotterdam laugardagskvöldið 22. maí.
Hér að neðan má hlusta á brot úr þætti Scott þar sem hann tilkynnir lag vikunnar.