Hafa veikst alvarlega vegna rakaskemmda í húsnæði spítalans Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 13:27 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Vísir/vilhelm Dæmi eru um að starfsfólk Landspítala hafi veikst alvarlega vegna rakaskemmda og myglu í húsnæði spítalans. Rúmlega tuttugu starfsmenn leita til trúnaðarlæknis spítalans á ári vegna einkenna sem tengd eru rakaskemmdum í starfsumhverfi þeirra. Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll. Landspítalinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Fram kemur í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns Miðflokksins, sem birt var í gær, að sextán starfsstöðvar Landspítala hið minnsta hafi komið til skoðunar eða umræðu með tilliti til rakavanda frá árinu 2016. Að meðaltali um tuttugu starfsmenn spítalans hafi leitað árlega til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem þeir telji að geti stafað af myglu í starfsumhverfi. „Þegar við lítum á göngudeild sem sinnir þessum málum á Landspítala þá er kannski rúmlega sá fjöldi af starfsfólki sem leitar til göngudeildarinnar árlega, þannig að þetta er auðvitað vandamál,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítala. Aðalbyggingu Spítalans við Hringbraut hafa eftirfarandi svæði komið til umræðu eða skoðunar með tilliti til myglu eða rakaskemmda: A-, B-, C-, E-, G- og W-álmur, Kringlan, eldhúsbygging, kvennadeild, Barnaspítali Hringsins, rannsóknarhús 6 og 7, hús 14 og geðdeildarbygging.Vísir/vilhelm Spítalinn reyni eins og hann geti að halda vel utan um starfsfólk sem veikist á þennan máta. Heilsufarsvandi vegna rakavanda í atvinnuhúsnæði hefur hins vegar ekki verið skilgreindur sem atvinnusjúkdómur og því er ekki unnt að halda utan um þessi mál í kerfum spítalans og ríkisins, að því er fram kemur í svari heilbrigðisráðherra. Þannig er ekki haldið utan um það hversu mikið starfsfólk hefur verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda af þessum völdum. „En það gefur auga leið að ef rúmlega tuttugu manns á ári leita til trúnaðarlæknis vegna einkenna sem tengjast þá hefur þetta áhrif á starfsgetu þess fólks, ábyggilega,“ segir Páll. „Það eru þekkt dæmi þess að fólk hefur haft alvarleg einkenni sem hafa verið tengd rakaskemmdum, teljum við og hefur ekki getað snúið til baka í það húsnæði sem það var áður, nema að búið sé að taka það húsnæði algjörlega í gegn. Það eru dæmi um slíkt eins og annars staðar í samfélaginu.“ Árlegur meðalkostnaður Landspítala vegna viðhalds rakaskemmda er tæpar níu hundruð milljónir á ári. „Við höfum verið með mikið átak í gangi við að bæta húsnæði spítalans. Við erum með töluvert meira fé til viðhalds húsnæðis og endurbóta síðustu árin heldur en var kannski fyrir áratug og rúmlega það. Og það hjálpar, enda höfum við eytt töluvert miklum fjármunum í það undanfarin ár í að laga rakaskemmt húsnæði,“ segir Páll.
Landspítalinn Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent