„Hefði ekki tekist án samtakamáttar“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2021 13:43 Smitin greindust flest á Suðárkróki. Vísir/Egill Hörðum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði verður aflétt á miðnætti eftir ákvörðun almannavarna þess efnis, sem telur sig hafa náð tökum á hópsmitinu. Fimm greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af fjórir í Skagafirði. „Heildatalan sem hefur greinst í þessu hópsmiti er komin í 21. Það hefur enginn greinst utan sóttkvíar alla síðustu viku og það er engin smitrakning í gangi í tengslum við þessa fjóra sem greindust í gær. Það er okkar mat og rakningarteymisins að við séum búin að ná utan um smitið,” segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Á meðan dregið var úr sóttvarnaaðgerðum annars staðar á landinu var ákvörðun tekin um að loka skólum, sundlaugum og íþróttamiðstöðvum á Skagafirði vegna smitanna. Stefán segir að hópsýkingin eigi rætur að rekja til höfuðborgarsvæðisins en ekki er talið að um brot á sóttkví hafi verið að ræða. Hann fagnar því hversu vel hefur tekist til við að ná utan um smitin. „Almenningur hefur verið afskaplega hliðhollur okkur í þessu öllu saman og jákvæður. Það hefur verið mikil samstaða í sveitarfélögunum báðum og þetta hefur tekist vel, og fyrir það ber svo sannarlega að þakka. Þetta hefði ekki tekist án samtakamáttar og samstöðu sem var hér um þetta.” Verkefninu sé þó ekki lokið. „Við búumst alveg við því að það muni áfram einhver smit greinast en væntanlega verða þau í sóttkví, það eru okkar væntingar. Ef ekki þá þurfum við bara að bregðast við því,” segir Stefán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
„Heildatalan sem hefur greinst í þessu hópsmiti er komin í 21. Það hefur enginn greinst utan sóttkvíar alla síðustu viku og það er engin smitrakning í gangi í tengslum við þessa fjóra sem greindust í gær. Það er okkar mat og rakningarteymisins að við séum búin að ná utan um smitið,” segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Norðurlandi vestra. Á meðan dregið var úr sóttvarnaaðgerðum annars staðar á landinu var ákvörðun tekin um að loka skólum, sundlaugum og íþróttamiðstöðvum á Skagafirði vegna smitanna. Stefán segir að hópsýkingin eigi rætur að rekja til höfuðborgarsvæðisins en ekki er talið að um brot á sóttkví hafi verið að ræða. Hann fagnar því hversu vel hefur tekist til við að ná utan um smitin. „Almenningur hefur verið afskaplega hliðhollur okkur í þessu öllu saman og jákvæður. Það hefur verið mikil samstaða í sveitarfélögunum báðum og þetta hefur tekist vel, og fyrir það ber svo sannarlega að þakka. Þetta hefði ekki tekist án samtakamáttar og samstöðu sem var hér um þetta.” Verkefninu sé þó ekki lokið. „Við búumst alveg við því að það muni áfram einhver smit greinast en væntanlega verða þau í sóttkví, það eru okkar væntingar. Ef ekki þá þurfum við bara að bregðast við því,” segir Stefán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skagafjörður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira