Viðskiptabann við Ísrael ekki á teikniborðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2021 18:00 Guðlaugur Þór var gestur í Víglínunni í dag. Hann segir mikilvægt að Ísland sýni samstöðu með þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Vísir/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lítur svo á að Ísland geri það sem það geti í átökum Ísraels og Palestínu. Viðskiptabann sé ekki það fyrsta sem komi upp í hugann sem viðbrögð frá 370 þúsund manna þjóð. Guðlaugur Þór var gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar var hann spurður út í afstöðu Íslands í átökunum sem færst hafa í aukana undanfarna daga. Ekki síst í ljósi harðorðrar yfirlýsingar þingflokks Vinstri grænna sem situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki Guðlaugs Þórs og Framsóknarflokknum. „Afstaða okkar er alveg skýr,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta eru náttúrulega gríðarlega alvarleg átök og þau geta orðið enn þá verri.“ Tæplega 200 látnir og 1200 særðir Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Heildartala látinna Palestínumanna er að lágmarki 181 og þar af 52 börn. Um 1.200 manns eru sagðir hafa særst. Guðlaugur Þór segist hafa átt símafund með Ine Eriksen Söreide utanríkisráðherra Noregs í gær vegna málsins. Noregur sé það Norðurland sem helst hafi beitt sér í málinu enda eigi Norðmenn sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „Við styðjum bæði Noreg og önnur bandalagsríki okkar í þeirri viðleitni sinni, og krafan er mjög skýr, að koma á vopnahléi. Því áhyggjurnar eru líka þessar að þetta geti haldið áfram og orðið miklu víðtækara en þetta er núna.“ Þannig sé afstaða Íslands í samræmi við bandalagsríki. Öryggisráðið hafi fundað í morgun og reglulega vegna átakanna. Bauð Norðmönnum aðstoð „Það er skýr krafa frá alþjóðasamfélaginu að deiluaðilar semji vopnahlé og hætti þessum átökum. Þær yfirlýsingar sem frá okkur koma eru algjörlega í samræmi við það.“ Guðlaugur segist í símtalinu við Söreide hafa viljað fá að heyra stöðuna frá fyrstu hendi og hennar mat á málinu. Ine Eriksen Søreide utanríkisráðherra Noregs.EPA/ADAM BERRY „Ég var sömuleiðis með skýr skilaboð ef það væri eitthvað sem við gætum gert, eða aðstoðað þá til að koma á friði, þá erum við sannarlega tilbúin í það.“ Söreide hafi farið yfir sínar áhyggjur, lýst stöðunni og telur Guðlaugur Þór samstöðu í öryggisráðinu vera góða. Allt sé gert til að koma á vopnahléi til að stöðva hörmungarnar sem geti enn orðið meiri. Telur viðskiptavann tilgangslaust Mörg hundruð manns komu saman á Austurvelli í gær og fordæmdu árásir Ísraela. Var það krafa fundarins að Ísland myndi sýna hug sinn og setja viðskiptabann á Ísrael. „Ég hef nú ekki heyrt þau sjónarmið koma fram áður og ekki hjá þessum löndum sem við berum okkur saman við. Auðvitað vitum við það að Ísland hefur áhrif, getur haft áhrif og við höfum sýnt það í mannréttindaráðinu þar sem við höfum gengið fram þannig að eftir hefur verið tekið.“ Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. „Ísland er ekki land sem getur gengið fram með árangri þegar kemur að viðskiptabanni við aðrar þjóðir. En við höfum auðvitað tekið þátt í því í refsiaðgerðum og öðru slíku. En ég hef ekki heyrt neinar slíkar raddir eða hugmyndir á alþjóðavettvangi með það,“ segir Guðlaugur. „Ég held við sjáum það að við erum 370 þúsund. Þegar við beitum okkur þá er það ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann að beita viðskiptaþvingunum. Það væri fyrst og fremst táknrænt.“ „Gerum allt það sem við getum“ Ráðherra var spurður að því hvort Ísland gæti gripið til fleiri ráða. „Við gerum allt það sem við getum en verðum að gera það í samstöðu við þær þjóðir sem eru í sterkari stöðu, hafa meiri líkur á að ná árangri. Það skiptir máli að við sýnum samstöðu með þessum þjóðum sem við erum í bandalagi með almennt. Evrópuríkjunum og fleirum. Sýnum að það sé fullur þungi frá alþjóðasamfélaignu. Gera allt hvað við getum til þess að stöðva þessar hörmungar.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur sagt íslensk stjórnvöld hrædd við að stugga við Ísraelum. Var Guðlaugur spurður að því hvort Ísland fordæmi árásir Ísraela. „Ég held að það sé skynsamlegt að sýna samstöðu með þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Eitt af því sem við höfum komið á framfæri, þegar kemur að Ísrael, er að þeir sýni stillingu í sínum viðbrögðum. En almennt er það þannig að menn fordæma sömuleiðis árásir Hamas og virða rétt Ísraels til að verja sig. En á sama tíma fara fram á það að þeir sýni stillingu í sínum viðbrögðum. Ef þannig má að orði komast. Það er ekkert gott orðalag í þessu.“ En telur hann Ísraela hafa sýnt stillingu? „Við erum ekki með fólk á vettvangi sem hefur tengsl til að skoða það. Við reiðum okkur mjög á Norðurlöndin til að meta stöðuna hvað þetta varðar.“ Ísrael Palestína Víglínan Utanríkismál Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Guðlaugur Þór var gestur Sunnu Sæmundsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar var hann spurður út í afstöðu Íslands í átökunum sem færst hafa í aukana undanfarna daga. Ekki síst í ljósi harðorðrar yfirlýsingar þingflokks Vinstri grænna sem situr í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki Guðlaugs Þórs og Framsóknarflokknum. „Afstaða okkar er alveg skýr,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta eru náttúrulega gríðarlega alvarleg átök og þau geta orðið enn þá verri.“ Tæplega 200 látnir og 1200 særðir Minnst 33 Palestínumenn, og þar af þrettán börn, eru sagðir hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna á Gasaströndinni í morgunsárið. Heildartala látinna Palestínumanna er að lágmarki 181 og þar af 52 börn. Um 1.200 manns eru sagðir hafa særst. Guðlaugur Þór segist hafa átt símafund með Ine Eriksen Söreide utanríkisráðherra Noregs í gær vegna málsins. Noregur sé það Norðurland sem helst hafi beitt sér í málinu enda eigi Norðmenn sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. „Við styðjum bæði Noreg og önnur bandalagsríki okkar í þeirri viðleitni sinni, og krafan er mjög skýr, að koma á vopnahléi. Því áhyggjurnar eru líka þessar að þetta geti haldið áfram og orðið miklu víðtækara en þetta er núna.“ Þannig sé afstaða Íslands í samræmi við bandalagsríki. Öryggisráðið hafi fundað í morgun og reglulega vegna átakanna. Bauð Norðmönnum aðstoð „Það er skýr krafa frá alþjóðasamfélaginu að deiluaðilar semji vopnahlé og hætti þessum átökum. Þær yfirlýsingar sem frá okkur koma eru algjörlega í samræmi við það.“ Guðlaugur segist í símtalinu við Söreide hafa viljað fá að heyra stöðuna frá fyrstu hendi og hennar mat á málinu. Ine Eriksen Søreide utanríkisráðherra Noregs.EPA/ADAM BERRY „Ég var sömuleiðis með skýr skilaboð ef það væri eitthvað sem við gætum gert, eða aðstoðað þá til að koma á friði, þá erum við sannarlega tilbúin í það.“ Söreide hafi farið yfir sínar áhyggjur, lýst stöðunni og telur Guðlaugur Þór samstöðu í öryggisráðinu vera góða. Allt sé gert til að koma á vopnahléi til að stöðva hörmungarnar sem geti enn orðið meiri. Telur viðskiptavann tilgangslaust Mörg hundruð manns komu saman á Austurvelli í gær og fordæmdu árásir Ísraela. Var það krafa fundarins að Ísland myndi sýna hug sinn og setja viðskiptabann á Ísrael. „Ég hef nú ekki heyrt þau sjónarmið koma fram áður og ekki hjá þessum löndum sem við berum okkur saman við. Auðvitað vitum við það að Ísland hefur áhrif, getur haft áhrif og við höfum sýnt það í mannréttindaráðinu þar sem við höfum gengið fram þannig að eftir hefur verið tekið.“ Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. „Ísland er ekki land sem getur gengið fram með árangri þegar kemur að viðskiptabanni við aðrar þjóðir. En við höfum auðvitað tekið þátt í því í refsiaðgerðum og öðru slíku. En ég hef ekki heyrt neinar slíkar raddir eða hugmyndir á alþjóðavettvangi með það,“ segir Guðlaugur. „Ég held við sjáum það að við erum 370 þúsund. Þegar við beitum okkur þá er það ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann að beita viðskiptaþvingunum. Það væri fyrst og fremst táknrænt.“ „Gerum allt það sem við getum“ Ráðherra var spurður að því hvort Ísland gæti gripið til fleiri ráða. „Við gerum allt það sem við getum en verðum að gera það í samstöðu við þær þjóðir sem eru í sterkari stöðu, hafa meiri líkur á að ná árangri. Það skiptir máli að við sýnum samstöðu með þessum þjóðum sem við erum í bandalagi með almennt. Evrópuríkjunum og fleirum. Sýnum að það sé fullur þungi frá alþjóðasamfélaignu. Gera allt hvað við getum til þess að stöðva þessar hörmungar.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hefur sagt íslensk stjórnvöld hrædd við að stugga við Ísraelum. Var Guðlaugur spurður að því hvort Ísland fordæmi árásir Ísraela. „Ég held að það sé skynsamlegt að sýna samstöðu með þeim þjóðum sem við berum okkur saman við. Eitt af því sem við höfum komið á framfæri, þegar kemur að Ísrael, er að þeir sýni stillingu í sínum viðbrögðum. En almennt er það þannig að menn fordæma sömuleiðis árásir Hamas og virða rétt Ísraels til að verja sig. En á sama tíma fara fram á það að þeir sýni stillingu í sínum viðbrögðum. Ef þannig má að orði komast. Það er ekkert gott orðalag í þessu.“ En telur hann Ísraela hafa sýnt stillingu? „Við erum ekki með fólk á vettvangi sem hefur tengsl til að skoða það. Við reiðum okkur mjög á Norðurlöndin til að meta stöðuna hvað þetta varðar.“
Ísrael Palestína Víglínan Utanríkismál Hernaður Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira