Telja nauðsynlegt að fordæma ofbeldið en mikilvægt að gera greinarmun á alvarleika brota Sylvía Hall skrifar 16. maí 2021 18:32 Sigríður Á. Andersen og Helga Vala Helgadóttir ræddu nýjustu bylgju MeToo á Sprengisandi. Vísir/Vilhelm Þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Sigríður Á. Andersen telja nauðsynlegt að gera greinarmun á alvarleika þeirra brota sem verið til umræðu í tengslum við nýjustu MeToo-bylgju á samfélagsmiðlum. Umræðan sé snúin þar sem konur hafi verið að stíga fram og greina frá óþægilegri hegðun karlmanna sem og alvarlegum ofbeldisbrotum. „Aðalinntakið í þessari bylgju sem núna er í gangi, þar sem menn hafa farið yfir mörk og almenningur fær ekki alla söguna og spyr: Hvað þýða þessi mörk, ertu að tala um nauðgun? Ertu ofbeldismaður? Ertu að fara yfir siðferðileg mörk eða kurteisismörk?“ spurði Sigríður á Sprengisandi í dag þar sem samfélagsmiðlaumræða síðustu daga var tekin fyrir. Hún sagði mikilvægt að fletja ekki út umræðuna og leggja það að jöfnu að fremja alvarlega ofbeldisglæpi og fara yfir mörk einstaklinga í hegðun sinni og framkomu. Helga Vala tók í sama streng og sagði almenning verða að geta gert greinarmun þarna á. „Það er verið að setja á sama stað þá sem beita grófu kynferðisofbeldi og hafa jafnvel verið dæmdir ítrekað fyrir gróft kynferðisofbeldi, og svo einhvern sem sendir einkaskilaboð sem eru á einhvern hátt dónaleg fyrir viðkomandi, sem þó lætur það ekki í ljós. Þarna eru nöfn þessara tveggja aðila sett á stað sem misindismenn.“ Skrímslavæðing geri brotaþolum oft erfitt fyrir Helga Vala starfaði sjálf sem lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og sagði margra úrbóta þörf við meðferð þeirra mála. Þegar kom að umræðu um skrímslavæðingu sagðist hún skilja þá reiði sem situr eftir þegar mál eru felld niður eða leiða ekki til sakfellingar, en fyrrnefnd skrímslavæðing gerði brotaþolum oft erfiðara fyrir að leita réttar síns. „Ég skil mjög vel að þeir brotaþolar sem finnst þeir hafa verið beittir órétti af kerfinu vilji þá bara af öllu afli láta höggin dynja á geranda sínum. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt, en sem lögmaður í svona málum geld ég aðeins varhug við þessari skrímslavæðingu vegna þess að ég hef mætt með brotaþola sem vill ekki fara áfram með mál einmitt út af skrímslavæðingu. Af því að gerandinn er einhver nákominn, úr vinahóp eða annað, og viðkomandi vill ekki það.“ Það væri mikilvægt að fordæma algjörlega hvers kyns ofbeldi og koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri, en fólk þyrfti að eiga afturkvæmt þegar það hefði tekið út sína refsingu eða breytt til betri vegar. „Við þurfum einhvern veginn að þola það að hafi einhver setið í fangelsi fyrir þrjátíu árum, þá ætlum við ekki að taka viðkomandi af lífi í dag. Viðkomandi hefur tekið út sína refsingu og lifað annars konar lífi eftir það. Einhvers staðar verðum við að umbera það að einstaklingar haldi áfram og snúi frá villu síns vegar. Við þurfum að ná einhverjum balans í þessa umræðu.“ Sigríður tók undir þau orð Helgu Völu. „Ég er sammála því sem Helga Vala segir. Þegar menn eru búnir að afplána dóma, og að einhverjum tíma liðnum, þá verða menn að geta snúið aftur í samfélagið.“ Umræðuna má heyra í spilaranum hér að neðan. Sprengisandur MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 „Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. 14. maí 2021 21:00 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
„Aðalinntakið í þessari bylgju sem núna er í gangi, þar sem menn hafa farið yfir mörk og almenningur fær ekki alla söguna og spyr: Hvað þýða þessi mörk, ertu að tala um nauðgun? Ertu ofbeldismaður? Ertu að fara yfir siðferðileg mörk eða kurteisismörk?“ spurði Sigríður á Sprengisandi í dag þar sem samfélagsmiðlaumræða síðustu daga var tekin fyrir. Hún sagði mikilvægt að fletja ekki út umræðuna og leggja það að jöfnu að fremja alvarlega ofbeldisglæpi og fara yfir mörk einstaklinga í hegðun sinni og framkomu. Helga Vala tók í sama streng og sagði almenning verða að geta gert greinarmun þarna á. „Það er verið að setja á sama stað þá sem beita grófu kynferðisofbeldi og hafa jafnvel verið dæmdir ítrekað fyrir gróft kynferðisofbeldi, og svo einhvern sem sendir einkaskilaboð sem eru á einhvern hátt dónaleg fyrir viðkomandi, sem þó lætur það ekki í ljós. Þarna eru nöfn þessara tveggja aðila sett á stað sem misindismenn.“ Skrímslavæðing geri brotaþolum oft erfitt fyrir Helga Vala starfaði sjálf sem lögmaður á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis og sagði margra úrbóta þörf við meðferð þeirra mála. Þegar kom að umræðu um skrímslavæðingu sagðist hún skilja þá reiði sem situr eftir þegar mál eru felld niður eða leiða ekki til sakfellingar, en fyrrnefnd skrímslavæðing gerði brotaþolum oft erfiðara fyrir að leita réttar síns. „Ég skil mjög vel að þeir brotaþolar sem finnst þeir hafa verið beittir órétti af kerfinu vilji þá bara af öllu afli láta höggin dynja á geranda sínum. Mér finnst það fullkomlega eðlilegt, en sem lögmaður í svona málum geld ég aðeins varhug við þessari skrímslavæðingu vegna þess að ég hef mætt með brotaþola sem vill ekki fara áfram með mál einmitt út af skrímslavæðingu. Af því að gerandinn er einhver nákominn, úr vinahóp eða annað, og viðkomandi vill ekki það.“ Það væri mikilvægt að fordæma algjörlega hvers kyns ofbeldi og koma þeim skilaboðum skýrt á framfæri, en fólk þyrfti að eiga afturkvæmt þegar það hefði tekið út sína refsingu eða breytt til betri vegar. „Við þurfum einhvern veginn að þola það að hafi einhver setið í fangelsi fyrir þrjátíu árum, þá ætlum við ekki að taka viðkomandi af lífi í dag. Viðkomandi hefur tekið út sína refsingu og lifað annars konar lífi eftir það. Einhvers staðar verðum við að umbera það að einstaklingar haldi áfram og snúi frá villu síns vegar. Við þurfum að ná einhverjum balans í þessa umræðu.“ Sigríður tók undir þau orð Helgu Völu. „Ég er sammála því sem Helga Vala segir. Þegar menn eru búnir að afplána dóma, og að einhverjum tíma liðnum, þá verða menn að geta snúið aftur í samfélagið.“ Umræðuna má heyra í spilaranum hér að neðan.
Sprengisandur MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00 „Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. 14. maí 2021 21:00 „Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi. 14. maí 2021 20:00
„Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild. 14. maí 2021 21:00
„Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. 12. maí 2021 20:40