Fjallið hefur misst fimmtíu kíló: Þarf ekki lengur að pína ofan í mig mat Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2021 08:30 Hafþór Júlíus Björnsson er búinn að skera sig mikið niður og segist líka líða miklu betur. Instagram/@thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson hefur þurft að gerbreyta því hvernig hann æfir og borðar um leið og hann breytir sér úr aflraunamanni í hnefaleikamann. Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube Box Aflraunir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Fjallið er nú staddur í Dúbaí þar sem hann er undirbúa sig fyrir æfingabardaga í lok mánaðarins. Kappinn notaði tækifærið í nýjasta myndbandinu sínu að sína frá dæmigerðum degi hjá sér í dag. Hafþór er langt kominn í að breyta sér í hnefaleikamann en framundan er bardagi við Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Myndbandið byrjar á því að bankað er á hóteldyrnar hjá Fjallinu í Dúbaí og framundan var heill dagur með íslenska kraftakarlinum. „Í dag ætla ég að sýna frá því hvernig ég borða á einum heilum degi og ég get ekki beðið eftir sýna ykkur það,“ sagði Hafþór Júlíus í byrjun myndbandsins. Hafþór skellti sér strax í að segja frá morgunmatnum sínum þar sem hann borðaði þrjú egg, 200 grömm af kjúklingi og fullt stórt glas af orkuþeyting með höfrum, jarðberum, jógúrt og bláberjum. Með þessu drakk hann líka orkudrykk og heilsudrykk. „Ég ætla að sýna ykkur frá þessum degi og ég byrja á því að fara á tækniæfingu með þjálfaranum mínum þar sem ég mun vinna í fótavinnunni. Eftir það þá ætla ég að lyfta óðum og svo mun ég vinna í þolinu,“ sagði Hafþór. „Ég er líka mjög spenntur að sýna ykkur hvað ég er að borða í dag því ég mjög ánægður með hvernig ég lít út núna. Þegar ég byrjað á þessari vegferð þá var ég 205 kíló en núna er ég kominn niður í 155 kíló og líður mjög vel,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Í lok myndbandsins þá gerði Hafþór líka upp daginn. „Þetta er það sem ég borða á einum degi. Trúið þið þessu? Ég er ekki að borða neitt og bara að horast niður,“ sagði Hafþór brosandi. „Ég nýt þess og mér líður svo miklu betur, svo miklu betur en þegar ég var 205 kíló. Þá var ég að pína ofan í mig mat á hverjum einasta degi. Ég var við það að æla á hverjum einasta degi en ég hélt áfram að borða af því að markmiðið mitt var að vera sterkasta manneskja í heimi,“ sagði Hafþór. „Nú hef ég önnur markmið og þarf ekki lengur að vera pína mat ofan í mig. Mér líður mjög vel,“ sagði Hafþór. Það skal þó tekið fram að kappinn er borða vel og hann sleppir engum máltíðum enda maður sem er að æfa þrisvar sinnum á dag. Hér fyrir neðan má sjá nýjasta myndbandið með Hafþóri sem hann skírði: Hvernig ég borða og æfi á hverjum degi. watch on YouTube
Box Aflraunir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira