Ræðir Palestínu og Ísrael við Blinken og Lavrov Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. maí 2021 13:32 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að ræða við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í vikunni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun hvetja utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands til þess að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á átökum Ísraels og Palestínu á fundi þeirra í vikunni. Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín. Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Afstaða og aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til umræðu í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvernig íslensk stjórnvöld ætli að bregðast við ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs. „Það kemur engum lengur á óvart að núverandi stjórnvöld í Ísrael nýti hvert tækifæri til ofsafenginna og ofbeldisfullra viðbragða gagnvart Palestínumönnum. Allt er það hluti af áætlun ísraelskra stjórnvalda um að sölsa undir sig landsvæði Palestínumanna,“ sagði Halldóra. „Aðeins samhæfður og hávær þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu getur mögulega hnikað áformum ríkisstjórnar sem virða mannslíf að vettugi.“ Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Einar „Það liggur algjörlega klárt fyrir af hálfu íslenskra stjórnvalda að þessar aðgerðir eru ólögmætar, þær brjóta í bága við alþjóðalög,“ sagði Katrín og bætti við að ástandið væri skelfilegt. Hún sagði rétt að leysa mál sem þessi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þess vegna höfum við verið að beita okkur fyrir því að þeir aðilar sem við erum í mestum samskiptum við þar innan borðs, sem eru auðvitað norsk stjórnvöld, að þau hafi okkar afstöðu á hreinu og það liggur algerlega fyrir hver hún er,“ sagði Katrín og vísaði til þess að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ræddi málið við norska utanríkisráðherrann í gær. „Það á að virða alþjóðalög og árásar óbreyttra borgara eru algerlega óásættanlegar. Við höfum líka minnt á það að Ísland hefur viðurkennt sjálfstæði Palestínu og lausn á þessum átökum verður að byggjast á tveggja ríkja lausn. Fyrir liggur að það er afstaða íslenskra stjórnvalda.“ Hún sagðist ætla að nýta tækifærið og taka málið upp á fundi með utanríkisráðherrum Bandaríkjanna og Rússlands í vikunni. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem við höfum séð ýmsa reyna að leita lausna en ekki tekist. En ég mun í öllu falli nýta tækifærið nú þegar ég funda með utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun og utanríkisráðherra Rússlands á fimmtudaginn og taka upp þessi mál og hvetja þessi ríki til að beita sér á alþjóðavettvangi til þess að ná fram friðsamlegri lausn á þessum málum,“ sagði Katrín.
Alþingi Palestína Ísrael Utanríkismál Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira