Rótin hlýtur Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 18:14 Andrea Marel Þorsteinsdóttir, félagsmiðstöðinni Tjörninni, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri félagsmiðstöðvarinnar Tjarnarinnar, Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs, Hrefna Þórarinsdóttir, forstöðumaður hinsegin félagsmiðstöðvar Tjarnarinnar og Samtakanna ’78, Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá Rótinni og Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar. Reykjavíkurborg Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2021 voru afhent í dag í tengslum við mannréttindadag Reykjavíkurborgar. Að þessu sinni var það Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sem hlaut verðlaunin. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi,“ líkt og segir í tilkynningu. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum 600 þúsund krónur. „Félagið hefur haft mikil áhrif á umræðu með uppbyggilegri og rökstuddri gagnrýni innan málaflokksins, ekki síst á staðnað meðferðarkerfi. Félagið hefur hvatt hið opinbera til nútímalegrar stefnumótunar og aukins gæðaeftirlits og skrifað fjölda erinda til stjórnvalda, eftirlitsaðila og annarra sem koma að þessum málaflokki,” segir í umsögn valnefndar. Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, sagði við afhendinguna að viðurkenningin væri mikilvæg. Það skipti máli að viðurkenna mannréttindi þessa jaðarsetta hóps og vekja athygli á málstaðnum og starfseminni. Hvatningarverðlaun fyrir hinsegin félagsmiðstöð Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs voru einnig veitt í dag en að þessu sinni var það Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ´78 og Tjarnarinnar sem varð fyrir valinu. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnana og fyrirtækja á sviði mannréttinda- og lýðræðismála fyrir verkefni sem þykja stuðla að auknu jafnræði, vinna gegn margþættri mismunun og leggja áherslu á jafna stöðu allra kynja. „Hinsegin félagsmiðstöðin hefur miðlað góðri fræðslu til skóla og félagsmiðstöðva um alla borg, fræðslu sem svo sannarlega er mikil þörf fyrir og hefur stuðlað að auknum skilningi á líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Í tilkynningu kemur fram að í félagsmiðstöðinni sé hinseginleikanum sérstaklega fagnað. Þar sé hann viðmið en ekki frávik og með því sé skapað öruggt rými fyrir þá einstaklinga sem sækja starfið. Mannréttindi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt en þau eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á „eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi,“ líkt og segir í tilkynningu. Handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar hlýtur að launum 600 þúsund krónur. „Félagið hefur haft mikil áhrif á umræðu með uppbyggilegri og rökstuddri gagnrýni innan málaflokksins, ekki síst á staðnað meðferðarkerfi. Félagið hefur hvatt hið opinbera til nútímalegrar stefnumótunar og aukins gæðaeftirlits og skrifað fjölda erinda til stjórnvalda, eftirlitsaðila og annarra sem koma að þessum málaflokki,” segir í umsögn valnefndar. Kristín I. Pálsdóttir, talskona og framkvæmdastjóri Rótarinnar, sagði við afhendinguna að viðurkenningin væri mikilvæg. Það skipti máli að viðurkenna mannréttindi þessa jaðarsetta hóps og vekja athygli á málstaðnum og starfseminni. Hvatningarverðlaun fyrir hinsegin félagsmiðstöð Hvatningarverðlaun mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs voru einnig veitt í dag en að þessu sinni var það Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ´78 og Tjarnarinnar sem varð fyrir valinu. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnana og fyrirtækja á sviði mannréttinda- og lýðræðismála fyrir verkefni sem þykja stuðla að auknu jafnræði, vinna gegn margþættri mismunun og leggja áherslu á jafna stöðu allra kynja. „Hinsegin félagsmiðstöðin hefur miðlað góðri fræðslu til skóla og félagsmiðstöðva um alla borg, fræðslu sem svo sannarlega er mikil þörf fyrir og hefur stuðlað að auknum skilningi á líðan og stöðu hinsegin barna og ungmenna,“ segir í rökstuðningi valnefndar. Í tilkynningu kemur fram að í félagsmiðstöðinni sé hinseginleikanum sérstaklega fagnað. Þar sé hann viðmið en ekki frávik og með því sé skapað öruggt rými fyrir þá einstaklinga sem sækja starfið.
Mannréttindi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira