Furðar sig á forgangi Eurovision-hópsins Sylvía Hall skrifar 17. maí 2021 19:58 Gunnar Bragi segist hugsi yfir því hvernig slíkar ákvarðanatökur fara fram. Það hafi þó komið fram góð rök fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann furðaði sig á því að Eurovision-hópur Íslands hefði fengið bólusetningu fyrir brottför til Hollands þar sem keppnin fer fram. Hópurinn var bólusettur að beiðni Ríkisútvarpsins en smit hefur nú komið upp í hópnum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“ Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í dag að fallist hafi verið á beiðnina í ljósi þess að hópurinn væri að fara út á vegum ríkisins og veiran væri í mikilli útbreiðslu í Hollandi. „Við höfum verið frekar treg á svona beiðnir en við gerðum það í þetta skipti. Auk þess höfum við verið að bólusetja fólk með afgangsbóluefni í lok dags og þannig höfum við verið að bólusetja allskonar hópa.“ Gunnari Braga þykir þetta furðulegt. Fólk sem sé með undirliggjandi sjúkdóma bíði enn eftir bólusetningu en „þetta júróvísjón“ sé sett í forgang, líkt og hann kemst að orði í færslunni. Í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag sagðist Gunnar Bragi einungis vera að velta fyrir sér forgangsröðuninni. Hann taki þó undir það að góð rök séu fyrir því að hleypa hópnum fram fyrir röð en hann spyrji hvers vegna ákvarðanatakan sé svo ógagnsæ. „Hvers vegna fær þessi hópur undanþágu en ekki einhver annar? Snýst þetta um það að þetta er ríkið að óska eftir því við ríkið að fá undanþágu?“ Hvað næst? Hann segist þó skilja mikilvægi þess að hópurinn geti tekið þátt í keppninni, enda fari þjóðin í mikinn gír þegar keppnin fer af stað. Flestir séu ánægðir með að geta fylgst með keppninni en það sé sjálfsagt að vekja athygli á málinu. „Þetta er vinsælt sjónvarpsefni og það eru margir sem fylgjast með þessu. Okkar menningarviðburðir og ég tala nú ekki um söngvara og tónlistarmenn, það styttir okkur stundir í þessu Covid-rugli öllu saman. Við að sjálfsögðu eigum að þakka fyrir það en það breytir því ekki að það fýkur svolítið í mann þegar maður veit að það er fólk sem bíður eftir og hefur kannski ekki fengið skýringar á því hvers vegna það fær ekki bólusetningu.“ Að mati Gunnars Braga er þó margt óljóst varðandi bólusetningar. „Hvað næst? Sinfónían þarf kannski að fara út og spila fyrir okkur einhvers staðar, á hún þá að fá forgang? Hvað með Þjóðleikhúsið? Er þetta bara ríkisstofnanir? Hvað með einkaaðila sem er boðið út að skemmta? Þetta er einhvern veginn hipsumhaps í kringum þessar bólusetningar, svo ég segi það nú bara.“
Reykjavík síðdegis Eurovision Bólusetningar Tengdar fréttir Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13 Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18 Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Gefa ekki upp hver er með Covid-19 Sendinefnd Íslendinga í Eurovision í Rotterdam hefur ákveðið að gefa ekki upp hver í hópnum er smitaður af Covid-19. 17. maí 2021 10:13
Ætlaði út að hlaupa og taka daginn rólega Sá sem greindist með kórónuveiruna í íslenska Eurovision-hópnum hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist, að sögn fararstjóra hópsins. Viðkomandi hafi ætlað út að hlaupa og taka daginn rólega á meðan aðrir í hópnum færu á opnunarhátíð Eurovision - en af því varð vitanlega ekki. 16. maí 2021 18:18
Við hestaheilsu og vonast til að geta stigið á svið Daði Freyr og félagar hans í Gagnamagninu eru á leið á hótel íslenska hópsins í Rotterdam í Hollandi eftir að hafa farið í sýnatöku vegna Covid-19. Einstaklingur í íslenska teyminu greindist með Covid-19 í dag og var hópurinn af þeim sökum allur sendur rakleiðis í sýnatöku. 16. maí 2021 16:26