Heimir: Gátum ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2021 22:11 Valstrákarnir hans Heimis Guðjónssonar eru með tíu stig í Pepsi Max-deildinni líkt og FH-ingar, KA-menn og Víkingar. vísir/hulda margrét Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með sigurinn á KR í kvöld, 2-3. Hann var þó langt frá því að vera sáttur með frammistöðu Valsmanna í fyrri hálfleik. „Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
„Ég held að þetta hafi verið sterkur sigur miðað við gang leiksins. Mér fannst við ljónheppnir að sleppa inn í hálfleik með 1-1 og hefðum líka verið heppnir með 1-0,“ sagði Heimir við íþróttadeild eftir leikinn. „KR-ingarnir voru á undan í alla bolta og unnu alla seinni bolta og návígi. Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki klárir í byrjun. En Sebe [Sebastian Hedlund] skoraði frábært mark eftir hornspyrnu og það gaf okkur mikið. Svo gátum við ekki verið lélegri en í fyrri hálfleik.“ Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu tvö mörk á fyrstu níu mínútum hans. „Þegar þú spilar við KR þarftu að vera með grunnatriði leiksins á hreinu og mér fannst við byrja seinni hálfleikinn sterkt að því leitinu til. Við mættum þeim í baráttunni,“ sagði Heimir. Hannes Þór Halldórsson gerði slæm mistök í fyrra marki KR en bætti upp fyrir það með frábærri markvörslu frá Óskari Erni Haukssyni undir blálokin. „Ég á eftir að skoða þetta mark aftur. Það var eitthvað klafs en Hannes er góður og reynslumikill markvöður og steig upp fyrir okkur þegar þess þurfti og var flottur,“ sagði Heimir. KR-ingar lágu á Valsmönnum undir lok leiks en gestirnir stóðust pressuna. „KR-liðið er gríðarlega öflugt. Þeir voru komnir með Kjartan Henry [Finnbogason] og Kristján Flóka [Finnbogason] inn á og við þurftum að breyta og stækka liðið okkar til að eiga við þá og það heppnaðist,“ sagði Heimir að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Umfjöllun: KR - Valur 2-3 | Valsmenn sóttu sigur á Meistaravelli Valur vann 2-3 sigur á KR þegar þessi sigursælustu lið í íslenskri fótboltasögu áttust við á Meistaravöllum í stórleik 4. umferðar Pepsi Max-deildar karla í kvöld. 17. maí 2021 21:20
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann