Blinken fundar með Guðna, Katrínu og Guðlaugi Þór Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2021 09:05 Blinken og Guðlaugur Þór hittust klukkan 10 í Hörpu. Blaðamannafundur þeirra er klukkan 11:20 og verður í beinni á Vísi. Vísir/Vilhelm Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem kom til landsins í gær, mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra klukkan tíu. Að þeim fundi loknum hefur verið boðað til blaðamannafundar í Hörpu og verður sá fundur í beinni útsendingu á Vísi. Blinken mun síðan funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra klukkan eitt og klukkutíma síðar hittir hann Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. Að þeim fundi loknum fara þeir Blinken og Guðlaugur Þór í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem ráðherrann bandaríski fær kynningu á Carbfix-verkefninu. Vísir/Vilhelm Blinken og föruneyti hans kom til landsins í gærkvöldi, en hann sækir Ísland heim í tengslum við fund Norðurskautsráðsins sem haldinn er í Reykjavík. Fundurinn hefst á morgun og markar lok tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Vegna kórónuveirufaraldursins er fundurinn haldinn með breyttu sniði að þessu sinn og þátttaka takmörkuð við utanríkisráðherra norðurskautsríkjanna átta, auk ráðherra Færeyja og Grænlands, og samtök frumbyggja. Aðrir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Vísir/Vilhelm Fundurinn hefst með vinnukvöldverði utanríkisráðherranna átta annað kvöld og daginn eftir fer svo eiginlegur fundur þeirra fram. „Þar er búist við að ráðherrayfirlýsing ráðsins verði samþykkt, svonefnd Reykjavíkuryfirlýsing, auk stefnu ráðsins til næstu tíu ára. Á fundinum afhendir svo Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands formennskukeflið en Rússar taka nú við formennsku í ráðinu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Vísir/Vilhelm Fréttin var uppfærð klukkan 10 með mynd af Guðlaugi Þór og Blinken, þegar þeir hittust klukkan 10. Íslandsvinir Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. 17. maí 2021 19:44 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Blinken mun síðan funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra klukkan eitt og klukkutíma síðar hittir hann Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands. Að þeim fundi loknum fara þeir Blinken og Guðlaugur Þór í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun þar sem ráðherrann bandaríski fær kynningu á Carbfix-verkefninu. Vísir/Vilhelm Blinken og föruneyti hans kom til landsins í gærkvöldi, en hann sækir Ísland heim í tengslum við fund Norðurskautsráðsins sem haldinn er í Reykjavík. Fundurinn hefst á morgun og markar lok tveggja ára formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Vegna kórónuveirufaraldursins er fundurinn haldinn með breyttu sniði að þessu sinn og þátttaka takmörkuð við utanríkisráðherra norðurskautsríkjanna átta, auk ráðherra Færeyja og Grænlands, og samtök frumbyggja. Aðrir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Vísir/Vilhelm Fundurinn hefst með vinnukvöldverði utanríkisráðherranna átta annað kvöld og daginn eftir fer svo eiginlegur fundur þeirra fram. „Þar er búist við að ráðherrayfirlýsing ráðsins verði samþykkt, svonefnd Reykjavíkuryfirlýsing, auk stefnu ráðsins til næstu tíu ára. Á fundinum afhendir svo Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands formennskukeflið en Rússar taka nú við formennsku í ráðinu,“ segir á vef stjórnarráðsins. Vísir/Vilhelm Fréttin var uppfærð klukkan 10 með mynd af Guðlaugi Þór og Blinken, þegar þeir hittust klukkan 10.
Íslandsvinir Utanríkismál Bandaríkin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurslóðir Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Tengdar fréttir Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. 17. maí 2021 19:44 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Blinken lentur á Keflavíkurflugvelli Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lentur á Keflavíkurflugvelli. Ráðherrann mun funda með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun en hann er kominn hingað til lands til að sækja fund Norðurskautsráðsins á miðvikudag. 17. maí 2021 19:44