Lægri laun ekki forsenda rekstrarins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 06:16 Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar. Óvissa ríkir um framtíðarkjör starfsmanna Öldrunarheimila Akureyrar eftir að Heilsuvernd Hjúkrunarheimili tók við rekstri þeirra af Akureyrarbæ um síðustu mánaðamót. Viðræður um nýja kjarasamninga starfsmanna milli stéttarfélaga þeirra og Heilsuverndar Hjúkrunarheimilis á Akureyri eru á frumstigi en Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, segir að fyrirtækið þurfi að semja upp á nýtt. Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“ Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í lok síðasta mánaðar þegar Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, sagði í samtali við miðilinn N4 að hún gerði ráð fyrir því að kjör starfsmanna yrðu verri á nýjum kjarasamningum. Kjarasamningar einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu við stéttarfélögin eru almennt verri en sveitarfélaganna. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS) og stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem er stéttarfélag flestra starfsmanna Öldrunarheimilanna, lýsti furðu sinni á orðum bæjarstjórans og þótti þau vond skilaboð inn í samningaviðræður sem ekki voru hafnar. Teitur segist ekki geta tjáð sig um hvernig hann hugsi sér að nýir samningar verði: „Það er ekki meiningin að breyta þessu eitthvað stórkostlega en við getum ekki verið á kjarasamningi sveitarfélaganna áfram enda ekki slíkur aðili.“ Greiða enga leigu Viðræður um nýja kjarasamninga við stéttarfélögin hefjast að hans sögn líklega á næstu vikum. Í fyrrnefndu viðtali bæjarstjórans við N4 kom þá fram það viðhorf hennar að launalækkanir starfsfólks Öldrunarheimilanna væru forsendur þess að reksturinn, sem Akureyrarbær kvaðst ekki geta sinnt lengur, stæði undir sér: „Starfsmannaveltan er mikil og nýtt starfsfólk fer á nýja kjarasamninga þegar það er ráðið til starfa. Kostnaðurinn við reksturinn lækkar því mjög fljótlega, þegar nýtt fólk er ráðið inn á öðrum kjarasamningum,“ sagði Ásthildur. Teitur segir þetta þó ekki forsendu þess að Heilsuvernd hafi getað séð fyrir sér að reka Öldrunarheimilin á meðan Akureyrarbær vildi ekki gera það. „Við sjáum fyrir okkur að það séu einhverjar breytingar í farvatninu til dæmis í fjárveitingum enda verið sýnt fram á vanfjármögnun rekstrar hjúkrunarheimila. Þá erum við ekki að greiða leigu fyrir húsnæðið.“ Það hafi vegið einna þyngst í ákvörðuninni um að taka við starfseminni. Það munar miklu að greiða ekki leigu út úr rekstrinum. „Síðan sjáum við tækifæri til samþættingar í þeirri heilbrigðisþjónustu sem við rekum og að geta nýtt starfsfólk og reynslu í þeim verkefnum sem við sinnum.“
Eldri borgarar Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira