MDE staðfesti dóm Hæstaréttar í máli kvenna sem nutu aðstoðar staðgöngumóður Eiður Þór Árnason skrifar 18. maí 2021 10:49 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest úrskurð Hæstaréttar þess efnis að Þjóðskrá þurfi ekki að skrá tvær íslenskar konur, sem eignuðust dreng með aðstoð erlendrar staðgöngumóður, sem foreldra hans. Úrskurður þess efnis var birtur í dag. Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Skráður sem fósturbarn Konurnar fluttu með drenginn til Íslands árið 2014 en þá hafnaði Þjóðskrá að skrá þær sem foreldra hans og að hann yrði skráður sem íslenskur ríkisborgari þar sem líffræðileg móðir hans væri bandarísk. Innanríkisráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu en síðar samþykkti Alþingi að veita drengnum ríkisborgararétt. Konurnar kærðu málið og kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu árið 2016 og var sá dómur staðfestur af Hæstarétti árið 2017. Í dómunum var meðal annars vísað til þess að staðgöngumæðrun væri ólögleg á Íslandi. Drengurinn var því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildu en þá var gerður fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Í úrskurði Mannréttindadómstólsins kemur fram að niðurstaða Hæstaréttar hafi verið í samræmi við íslensk lög og ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Börn og uppeldi Frjósemi Fjölskyldumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Forsaga málsins er sú að konurnar, sem þá voru í hjúskap, leituðu til stofnunar í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem hafði milligöngu um að finna staðgöngumóður fyrir þær. Gekkst staðgöngumóðirin undir tæknifrjóvgun en til þess voru notuð sæði og egg úr nafnlausum gjöfum. Staðgöngumóðirin ól svo dreng í febrúar 2013 en með úrskurði dómstóls í Kaliforníu var kveðið á um að staðgöngumóðirin væri hvorki erfðafræðileg né lagaleg móðir barnsins heldur væru íslensku konurnar tvær einu lögmætu og fyrirhuguðu foreldrar þess. Í samræmi við það var gefið út fæðingarvottorð þar sem önnur konan var skráð faðir barnsins og hin móðir þess. Skráður sem fósturbarn Konurnar fluttu með drenginn til Íslands árið 2014 en þá hafnaði Þjóðskrá að skrá þær sem foreldra hans og að hann yrði skráður sem íslenskur ríkisborgari þar sem líffræðileg móðir hans væri bandarísk. Innanríkisráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu en síðar samþykkti Alþingi að veita drengnum ríkisborgararétt. Konurnar kærðu málið og kröfðust þess fyrir dómstólum að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði ógiltur. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði þeirri kröfu árið 2016 og var sá dómur staðfestur af Hæstarétti árið 2017. Í dómunum var meðal annars vísað til þess að staðgöngumæðrun væri ólögleg á Íslandi. Drengurinn var því ekki skráður sem sonur þeirra í Þjóðskrá en konurnar sóttu á sínum tíma um að ættleiða hann. Umsókn þeirra féll síðan niður þegar þær skildu en þá var gerður fóstursamningur við aðra konuna og hefur hin konan jafnan rétt til umgengni við drenginn. Í úrskurði Mannréttindadómstólsins kemur fram að niðurstaða Hæstaréttar hafi verið í samræmi við íslensk lög og ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.
Mannréttindadómstóll Evrópu Dómsmál Börn og uppeldi Frjósemi Fjölskyldumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira