Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. maí 2021 06:16 Suðurnesjalína 1 er í dag eina línan sem flytur rafmagn til Suðurnesjanna. Landsnet Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu. Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Í fyrra dró þó til tíðinda þegar Skipulagsstofnun skilaði umhverfismati sínu og fór Landsnet í kjölfarið að afla sér tilskyldra leyfa fyrir framkvæmdinni frá sveitarfélögum sem línan á að liggja um. Þau eru Grindavík, Hafnarfjörður, Reykjanesbær og Vogar. Landsnet fékk leyfi frá öllum sveitarfélögunum nema Vogum, sem hafnaði því að veita Landsneti framkvæmdaleyfið í mars. Vogar vilja að Landsnet leggi línuna í jörðu eins og Skipulagsstofnun mældi með í umhverfismati sínu en Landsnet hyggst leggja loftlínu, sem er mun ódýrari framkvæmd. Landsnet vísaði þessari ákvörðun Voga til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og bíða nú niðurstöðu hennar í málinu. Nefndin hefur samkvæmt lögum þrjá til sex mánuði frá því að öll gögn í málinu liggja fyrir til að kveða upp endanlegan úrskurð. Algengara er að málsmeðferðartími nefndarinnar sé nær sex mánuðum en þremur og nokkuð ljóst að engin niðurstaða fæst í það fyrr en á seinni mánuðum þessa árs. Fleiri kærur fyrir nefndinni Upplýsingafulltrúi Landsnets, Steinunn Þorsteinsdóttir, segir engin fordæmi fyrir því að framkvæmdaleyfi sem uppfyllir öll skilyrði fyrir útgáfu leyfis hafi verið hafnað og vonast eftir því að úrskurðarnefndin snúi ákvörðun Voga. Ofan á kæru Landsnets hafa svo fimm náttúruverndarsamtök kært framkvæmdaleyfin sem hin sveitarfélögin höfðu veitt Landsneti til sömu nefndar og telja þau málsmeðferð sveitarfélaganna hafa verið gallaða, grenndarkynningu hafi skort á málinu auk þess sem þau telja kerfisáætlun ólögmæta og valkostamat ófullnægjandi. Náttúruverndarsamtökin fimm eru Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands, Ungir umhverfissinnar og Hraunavinir. Sammála um þörf á annarri línu Suðurnesjalína 1 er nú eina línan sem skaffar Suðurnesjunum raforku en flestir sem koma að málinu, sveitarfélög, ráðherrar og Skipulagsstofnun virðast sammála um að þörf sé á annarri línu til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Sem fyrr segir strandar málið nú helst á Vogum sem vilja línuna í jörðu en ekki loftlínu.
Orkumál Vogar Grindavík Hafnarfjörður Reykjanesbær Suðurnesjalína 2 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira