Þjóðargersemar þurfi að skila sér heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2021 15:53 Antony Blinken og Guðni Th. Jóhannesson í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafa haft gaman af því að fara yfir sameiginlega sögu Íslands og Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hörpu í dag. Sagnfræðingurinn Guðni færði ráðherranum bókagjöf; bók eftir sjálfan sig. Forsetinn var þriðji í röðinni til að funda með Blinken sem áður hafði rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Blinken kom til landsins í gær en tilefnið er fundur Norðurskautsráðsins sem hefst á morgun auk þess sem hann mun funda með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. „Ég færði honum að gjöf bók sem heitir History of Iceland, ég skrifaði hana sjálfur,“ sagði Guðni á léttum nótum í samtali við Heimi Már Pétursson. „Ég vona að hann finni stund til að lesa hana.“ Viðtalið við Guðna í heild má sjá að neðan. Leiðtogar megi vera gagnrýnir Guðni sagðist hafa komist að því að Blinken væri með bakgrunn í heimi stjórnmálafræði. Sjálfur er Guðni með doktorsgráðu í sagnfræði og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands áður en hann var kjörinn forseti. „Við gátum spjallað um þann mun að vinna í háskólasamfélaginu, þar sem er frumskylda að vera gagnrýninn á stjórnvöld og spyrja álitinna spurninga. Og svo er maður eins og ég kominn í þá stöðu að vera í hlutverki þjóðhöfðingja þar sem er nánast skrifað í starfslýsingu að vera jákvæður og finna það sem sameinar þjóðina.“ Fánanir flottir í bakgrunni forsetans og ráðherrans í Hörpu.Vísir/Vilhelm Guðni sagðist hafa rætt þá hugmynd að fundin yrði leið fyrir leiðtoga að vera gagnrýnir, benda á það sem miður hefði farið í sögu þjóða en um leið horft fram á við. Blinken hafi tekið undir þetta. „Blessunarlega er svo miklu meira með okkar þjóð sem sameinar en sundrar.“ Mikilvægi radda smáþjóða Hægt væri að nota reynslu Íslands sem dæmi sem aðrar þjóðir gætu stuðst við og lært af. „Ég nefndi sem dæmi ágætan árangur okkar á sviði kynjajafnréttis þó enn sé verk að vinna.“ Þá hafi þeir verið sammála um mikilvægi þess að rödd smáþjóða heyrist. „Við getum leyft okkur að tala máli siðferðislegra sjónarmiða og áherslna. Ég held að risaveldi á borð við Bandaríkin hafi gott af því að smáríki eins og Ísland láti rödd sína heyrast.“ Gersemar skilir sér heim Þá hafi Guðni rætt framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar sem liggi í sagnastarfinu, Íslendingasögunum. Rifjaði hann upp fögnuðuinn fyrir um hálfri öld þegar handritin komu heim. „Ég nefndi við hann að það er svo mikilvægt fyrir þjóðir heims að geta haft á eigin grundu verðmæti, dýrgripi og gersemar sem tilheyra þeim.“ Mikil öryggisgæsla er í kringum komu ráðherrans og þátttakenda í fundi Norðurskautsráðsins.Vísir/Vilhelm Hann teldi framfaraskref ef fleiri þjóðir gætu farið að fordæmi Dana og Íslendinga og samið um sanngjarna og réttláta skiptingu verðmæta af þessu tagi. Grænlendingar ráði för „Auðvitað er það svo að handritin áttu heima hér, eiga heima hér, en við getum um leið fallist á að til þess að sem flestir njóti þeirra geti hluti þeirra verið á erlendri grundu.“ Íslensk handrit má meðal annars finna í Library of Congress í Bandaríkjunum. Aðspurður hvort Guðni hefði óskað eftir að fá slík handrit heim svaraði Guðni neitandi. Það væri ekki í hans verkahring. „En almennt hygg ég að þetta sjónarmið þurfi að heyrast víða. Að verðmæti, hlutir, dýrmætar gersemar eigi ekki heima á erlendu safni heldur á þeim stað þar sem svoleiðis minjar vekja stolt með þjóðum.“ Þá lagði Guðni áherslu á mikilvægi þess að Grænlendingar fái að ákveða framtíð landsins sjálfir, en Blinken er á leið í heimsókn til Grænlands. Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Handritasafn Árna Magnússonar Utanríkismál Íslensk fræði Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Forsetinn var þriðji í röðinni til að funda með Blinken sem áður hafði rætt við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Blinken kom til landsins í gær en tilefnið er fundur Norðurskautsráðsins sem hefst á morgun auk þess sem hann mun funda með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. „Ég færði honum að gjöf bók sem heitir History of Iceland, ég skrifaði hana sjálfur,“ sagði Guðni á léttum nótum í samtali við Heimi Már Pétursson. „Ég vona að hann finni stund til að lesa hana.“ Viðtalið við Guðna í heild má sjá að neðan. Leiðtogar megi vera gagnrýnir Guðni sagðist hafa komist að því að Blinken væri með bakgrunn í heimi stjórnmálafræði. Sjálfur er Guðni með doktorsgráðu í sagnfræði og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands áður en hann var kjörinn forseti. „Við gátum spjallað um þann mun að vinna í háskólasamfélaginu, þar sem er frumskylda að vera gagnrýninn á stjórnvöld og spyrja álitinna spurninga. Og svo er maður eins og ég kominn í þá stöðu að vera í hlutverki þjóðhöfðingja þar sem er nánast skrifað í starfslýsingu að vera jákvæður og finna það sem sameinar þjóðina.“ Fánanir flottir í bakgrunni forsetans og ráðherrans í Hörpu.Vísir/Vilhelm Guðni sagðist hafa rætt þá hugmynd að fundin yrði leið fyrir leiðtoga að vera gagnrýnir, benda á það sem miður hefði farið í sögu þjóða en um leið horft fram á við. Blinken hafi tekið undir þetta. „Blessunarlega er svo miklu meira með okkar þjóð sem sameinar en sundrar.“ Mikilvægi radda smáþjóða Hægt væri að nota reynslu Íslands sem dæmi sem aðrar þjóðir gætu stuðst við og lært af. „Ég nefndi sem dæmi ágætan árangur okkar á sviði kynjajafnréttis þó enn sé verk að vinna.“ Þá hafi þeir verið sammála um mikilvægi þess að rödd smáþjóða heyrist. „Við getum leyft okkur að tala máli siðferðislegra sjónarmiða og áherslna. Ég held að risaveldi á borð við Bandaríkin hafi gott af því að smáríki eins og Ísland láti rödd sína heyrast.“ Gersemar skilir sér heim Þá hafi Guðni rætt framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar sem liggi í sagnastarfinu, Íslendingasögunum. Rifjaði hann upp fögnuðuinn fyrir um hálfri öld þegar handritin komu heim. „Ég nefndi við hann að það er svo mikilvægt fyrir þjóðir heims að geta haft á eigin grundu verðmæti, dýrgripi og gersemar sem tilheyra þeim.“ Mikil öryggisgæsla er í kringum komu ráðherrans og þátttakenda í fundi Norðurskautsráðsins.Vísir/Vilhelm Hann teldi framfaraskref ef fleiri þjóðir gætu farið að fordæmi Dana og Íslendinga og samið um sanngjarna og réttláta skiptingu verðmæta af þessu tagi. Grænlendingar ráði för „Auðvitað er það svo að handritin áttu heima hér, eiga heima hér, en við getum um leið fallist á að til þess að sem flestir njóti þeirra geti hluti þeirra verið á erlendri grundu.“ Íslensk handrit má meðal annars finna í Library of Congress í Bandaríkjunum. Aðspurður hvort Guðni hefði óskað eftir að fá slík handrit heim svaraði Guðni neitandi. Það væri ekki í hans verkahring. „En almennt hygg ég að þetta sjónarmið þurfi að heyrast víða. Að verðmæti, hlutir, dýrmætar gersemar eigi ekki heima á erlendu safni heldur á þeim stað þar sem svoleiðis minjar vekja stolt með þjóðum.“ Þá lagði Guðni áherslu á mikilvægi þess að Grænlendingar fái að ákveða framtíð landsins sjálfir, en Blinken er á leið í heimsókn til Grænlands.
Forseti Íslands Fundur Norðurskautsráðsins í Reykjavík Bandaríkin Handritasafn Árna Magnússonar Utanríkismál Íslensk fræði Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira