Þá sýnum við frá mótmælum víða um heim gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðinu. Rætt verður við Palestínumann sem sækir um hæli á Íslandi til að bjarga fjölskyldu sinni af svæðinu, sem er þar enn.
Rætt verður við heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum um næstu tilslakanir á samkomubanni. Hún telur nær öruggt að í næstu viku verði farið upp í hundrað manna mörk.
Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, telur sóun að reisa varnargarða á gosstöðvunum enda sé engin leið að stöðva hraunið og forstjóri Play segir miðasölu fara vel af stað, Íslendingar séu greinilega þyrstir í sólina.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 kl. 18:30.